Ég er búinn að vera að skoða aðeins hér á heimspeki áhugamálinu, tiltörulega nýbyrjaður. Og það sem ég er búinn að sjá er það fólk hér er mikið að spá í lífinu. Ég vil bara koma minni skoðun á framfæri á því. En munið að þetta er það sem mér finnst og ég er ekki að alhæfa neitt, þó svo að þið gætuð kannski haldið það. Hver er ég til að segja ykkur hvað lífið er og hver tilgangur þess er?

Allaga finnst mér þetta:

Lífið er leikur sem við öll erum þáttakendur í. Hvert og eitt okkar hefur sína stöðu til þess að leikurinn geti spilast áfram eftir reglum. En hverjar eru reglurnar? Hver er vinningurinn? Afhverju spilum við leikinn? Þetta eru þær spurningaar sem ég spyr mig. Ekki til hvers lifi ég, ég lifi til þess að spila leikinn, leikinn sem við köllum líf í dag. En afhverju að spila með? Hvernig spila ég með? Hver er mín staða í þessum leik?

Lífið er einfaldlega bara hlutverka leikur. Við fáum öll okkar persónu sem við þurfum að leika og vera og erum allta fað passa að vera okkur ekki til skammar og að haga okkur vel til þess að erða virt í samfélaginu. Allir vilja hamingju, það er það sem ég held að leikurinn gengur útá, hamingju. Hvað er hamingja? Hvernig er maður hamingju samur? Ég held að enginn lifi hamingju á sama hátt. Hamingja getur verið svo ótal margt.

En öllum gengur okkur misvel í því að fynna þessa hamingju. Sumir halda að þeir fynni hamingjuna í frægð frama og peningum sem kemur svo til með að vera ekki satt. Hafa peningar eithvað með hamingju að gera? Öllu heldur: Hvað er hamingja?

Ekki eiga allir eftir að upplifa hamingju, enda þurfa sumir að víkja til þess að aðrir njóti þessa forrétinda. Það eru alls ekki allir sem verða hamingju samir, maður getur orðið glaður og ánægður og sáttur með stöðu sína í lífinu og hvernig maður er búinn að lifa því en það er ekki endilega hamingja.

Ég ætla nú samt ekki að vera að segja til um hvað hamingja er því að ég veit ekki betur en einhver annar hvað hamingja er því ég veit vel að ég er ekki hamingju samur, þó svo að ég sé ánægður með lífið eins og það er í dag.

Já heimurinn er fullur af spurningum sem maðurinn fær aldrei svarað, ég er t.d. með fullt af fleiri spurningum um lífið og tilveruna og tilgang lífsins, en þó svo að ég haldi áfram að spyrja mig og aðra útí þetta þá á ég aldrei eftir að finna endanlegt svar og það er þessvegna sem við eigum að halda þessum spurningum fyrir okkur og fynna okkar skoðun á lífinu og hversvegna við lifum. Við skulm ekki reyna að finna staðreyndir um þetta má því vitum öll að þær eru ekki til.