Það vita allir að lífið hefur sér engan tilgang, það veit engin hvernig allt þetta byrjaði eða hvernig þetta endar. en við vitum öll að líf okkar hér á þessari jörð á sér engan tilgang, sama hvað þú átt eða sama hvað þú munt eignast…sama hver þú ert sama hver þú telur þig vera þú ferð alltaf og skylur það eftir.

Lífið hefur engan tilgang en þú ræður hvernig þú lifir þínum lífskafla hér, þú getur drepið þig og endað þannig þína tilgangslausu tilvist á jörðini en þá ertu að sleppa eina kaflanum sem þú færð til að lifa. Þú getur lifað þínu lífi ens og þín hugmynd er um fullkomið líf og þú getur farið glaður úr þessum heimi og vitað það að þú hefur gert allt sem þú vildir gera eða vast komið góða leið að því að gera það allt.

Eins og kannski er hægt að dæma um á þessari grein er ég trúleysingi og já ég hef átt við vandamál að stríða um hvernig ég hef átt að lifa mínu lífi, ég hef hugsað um að enda þeð en sálfræðingurinn minn sagði mér að hugsa um tilgang lífsins næst þegar ég ætlaði að gera eithvað svona, og ég gerði það og þetta er mín niðurstaða….ég sagði honum þetta í næsta viðtali og er nú útskryfaður og get nú verið sáttur með það sem eg hef gert og er búinn að setja mér mín markmið á lífið og allt gengur fínnt í að fylgja þeim.