Ef Guð er dauður er þá allt leyfilegt ? Í þessari ritgerð mun ég gera grein fyrir því hvort allt sé leyfilegt ef Guð er dauður.

Byrjum á því að skilgreina „Guð”, 3 útgáfa Íslenskrar tölvuorðabókar segir „vera sem menn trúa að til sé og tilbiðja“.
Ef þessi vera er dauð þá er allt leyfilegt af því að veran getur hvorki leyft né bannað hluti.
Rússneski rithöfundurinn Dostoevsky (1821-1881 ) sagði: „If God does not exist, everything is permitted“.
Hann fekk þessa málsgrein út þegar hann hugsaði um orð sem bróðir hans Ivan sagði :“If there is no immortality, there is no virtue.”
Nietzsche sagði guð dauðan, og hélt því fram að grundvöllur þeirra siðferðisgilda sem boðuð hafi verið í vestrænni menningu sé hruninn.
Ef lesandi spyrði mig : „Ef Guð er dauður er þá allt leyfilegt ?” Þá væri mitt svar í stuttu máli : „Já og nei”
Allir búa einhverntíman til reglur og sumir þeirra segja að þetta séu guðs reglur og séu búnar til eftir guðs siðum t.d. Þegar Kaðólikar tóku þá ákvörðun að banna fólki að nota verjur, manni skal vera hefnt fyrir ef þær alvarlegustu reglur eru brotnar t.d. Keyrt of hratt, manndráp og fleira, samfélagið okkar er kristið og hér eru lög og reglur sem koma af kristinni trú og kristnum siðum sem okkur íslendingum ber að fylgja,
en ef við förum til útlanda þar sem gilda oft allt aðrar reglur sem oft eiga að vera reglur annarra guða en eru samt yfirleitt eftir hinni mannlegu skynsemi.

Ég nefndi fyrr í þessari ritgerð þegar fólk býr til reglur og kennir þær við guð/i sinn/sína.
En hvað með fólk sem trúir ekki á guð ?
Þó fólk trúi ekki á guð (æðri veru) er fólk alltaf með eitthvert siðferði sem það hefur fengið frá umhverfi sýnu s.s. fólki og dýrum.
Það er eðli mannsins að reyna að koma með skýringar á umhverfi sínu.
Spurningin er „Hver ræður” ?
Tökum hér Dæmi:
Máttu keyra á yfir 120km hraða niður Laugaveginn?
Þú mátt ekki keyra á 120km niður Laugarveginn samkvæmt íslenskum lögum en Pétur og Tóti leyfa það!.
Fólk á bara að ákveða eftir sínu siðferði hvað má og hvað má ekki, og leggja fram skoðanir sínar og rökræða þær við sjálfan sig ef þær eru í kast við lögin.
Kannski er Sigurður svo góður ökumaður að Pétur treystir/leyfir honum til þess aka á 120 km/klst en ekki Tóta.

Ég áskil Engum/engu rétt til að ákveða hvað má og hvað ekki.
Ekki einu sinni sá almáttugi kraftur sem guð á að vera.
Living in the realtime…Dreaming in digital…Thinking in binaries…Talking in IP…