Þegar við skoðun líkama, hug og hegðun okkrar sjálfra þá er margt sem vekur upp spurningar. Afhverju ég hegða mér svona við slíkar aðstæður,eða afhverju líkaminn bregst við þessari stöðu o.s.fr.
Í nútímasamfélagi, hefur tækniþróunin farið svo hratt fram að hægfara lífveruþróunin nær ekki að fylgja eftir. Þessvegna geta ýmsir árekstrar orðið sér stað. Eftir svona 100.000 ár verðum við allt öðruvísi en í dag, og eftir milljón ár þá verður varla hægt að tala um manneksjur, heldur verðum við annaðhvort útdauð eða þróuð áfram. Að minnsta kosti verður hægt að segja að við verðum gjörólík nútímamanninum í dag.

Við höfum þróast svo langt fá öðrum dýrategundum að margir vilja ekki hugsa sér okkur sem dýr. Við erum menn,restin er dýr.
Persónulega lít ég á manninn sem part af náttúrunni(humm,efni í könnun) en ekki einhverja aðra “tegund” af lífverum.
Það ríkir nefnilega ennþá heilmikið af steinaldarmanninum í okkur án þess að við vitum af því, sem bendir til þess að steinaldarmaðurin,eða týndi hlekkurinn, hafi lifað óbreyttur svo lengi að mikil líkamleg aðlögun hafi átt sér stað.
Tökum dæmi um eiginleika sem eru komin frá loðnu forfeðrum okkar:
Þegar maður er kominn heim úr ferðalagi,þá þarf maður langoftast að drulla/hafa hægðir svo ég móðgi ekki neinn. Þessi eiginleiki er kominn af því að þegar steinaldarmaðurinn var að koma úr ferðalagi,þá hafði oftast einhver önnur dýrategund eða annar steinaldarmaður eignað sér svæðið hans. Þá þarf upprunalegi eigandinn að bæta úr því með því að eigna sér svæðið aftur.

Það sama á sér stað þegar maður er læstur úti. Það á rætur sínar að rekja til þess að þegar steinaldarmaðurinn var að leita sér að nýju svæði, og fann tildæmis auðan helli, og kallar hvort einhver eigi hellinn. Ef að enginn er í hellinum,vaknar þörf hjá honum til að merkja sér svæðið með tilheyrandi athöfn.
Það eru semsagt mörg atvik í nútíma lífi sem vekja upp eldri viðbrögð hjá fólki. Ef þið farið bara að hugsa út í það,þá er geysilega margt sem við eigum steinaldarmanninum að þakka.
Hversvegna maður fær vindgang þegar maður er kvíðinn eða óöruggur í nýjum hópi(það var í tísku að prumpa á steinöld,þessi eiginleiki er eitt dæmi um árekstra sem ég fór í áðan), hversvegna hárin rísa á manni; tja,það er kannski eldri viðbrögð,en engu að síður viðbrögð, og margt, margt fleira. Það er bókstaflega enginn eiginleiki mannsins sem er af tilviljun, allt þetta á sér útskýringu. Við erum afsprengi milljarða ára þróunar til að komast af,en nú erum við að einum allsherjar vendipunkti. Nútíma læknavísindi hafa stöðvað alla þróun, og sett okkur í mikla klípu. Héðan í frá verður bara afturþróun ef ekki einhver gríðarleg farsótt herjar á heimsbyggðina, sem er mjög líklegt á næstu árhundruðum. Kosturinn við farsóttina er sá að fljótlega eiga einstaklingar eftir að fæðast sem eru ónæmir fyrir veikinni,og þá eiga þeir sömu að sjálfsögðu eftir að eignast börn öfugt við hina. Börnin þeirra ónæmu verða einnig ónæm,o.s.fr.
Þetta þróunarkerfi sem náttúran hefur er fullkomið. Það er enginn veikur hlekkur í því.
Anað dæmi um þróun er fiðrildategundin Piparfetari/Birkimálari,sem er algeng fiðrildategund úti í Bretlandi. Þessi tegund er með hvíta vængi,sem gefast vel þegar þau fela sig á birkitrjánum fyrir fuglum,sem eiga þá erfiðara með að koma auga á þau. Stöku sinnum bregður þó fyrir algengri stökkbreytingu,þegar fæðast þá fiðrildi,sem eru með svarta vængi. Þau eru að sjálfsögðu auðveld bráð fyrir fuglana,þar eð fiðrildin eru auðséð.
En þetta breyttist þegar iðnbyltingin kom til sögunnar. Þá spruttu upp verksmiðjur,sem gáfu frá sér gífurlega mikið af sóti,sem settist á trén í kringum borgirnar. Þar komust svörtu fiðrildin betur af á svörtu trjánum,öfugt við hvítu “venjulegu” fiðrildin,sem voru auðséð fyrir fuglana. Á örskömmum tíma hafði hlutföllum svörtu fiðrildanna aukist úr 1/100 yfir í 99/100.
En tímarnir breyttust aftur. Umhverfisvænni verksmiðjur komu til sögunnar, og sótið hvarf þá af trjánum, og nú í dag eru langflest fiðrildanna aftur hvít.

Ég er síhugsandi um þessa eiginleika dýranna, geri það langoftast ósjálfrátt án þess að hugsa um það. Í hvert einasta skipti koma eiginleikarnir að gagni við að bjarga sér úti í náttúrunni.

Það er spurning hvort einn eiginleikinn enn eigi eftir að þróast hjá manninum. Þ.e, að þegar maður fær sér appelsínur,tekur maður stundum eftir annari lítilli “appelsínu” inni í þeirri stóru. Þetta er að sjálfsögðu ekki tilviljun. Þegar appelsínur fá nóg af næringu, hætta sumar þeirra að stækka og mynda þess í stað aðra appelsínu, sem er einnig með steina í sér. Það er nefnilega óþarfi fyrir appelsínuna að halda áfram að stækka,þar eð steinarnir verða jafnmargir. En með því að mynda nýja appelsínu,aukast fjölgunarmöguleikar um 50%.
Það væri spennandi ef þetta myndi gerast hjá manninum, nú eða einhverri annari dýrategund. Því miður eru langflestar stökkbreytingar til ills, en stöku sinnum læðast inn á milli eiginleikar sem koma að góðum notum.
Takk fyrir

Hvurslags.