Eftir afstæðiskeninguna að dæma,þá getur verið hægt að ferðast aftur í tímann án þess að við höfum orðið þess nokkurs var,þó að það sé svolítið ólíklegt,og til þess að þetta gangi upp þarf örlagatrúin að hafa rétt fyrir sér, en allavega:

við lifum í tíma,sem er röð af atburðum. það mætti teikna svona:

——————————————-


þetta er \“tímalínan\”.
Og ef ég ferðast fram í tímann,þá myndast ný tímalína,með nýjum atburðum. semsagt:


———————
/
——-/—————-

og ef ég ferðast í nýju tímalínunni aftur fram í tímann,þá bætist önnur tímalína við. Þetta gerist einnig ef ég ferðast aftur í tímann(ef það er hægt).
Svo það að ferðast aftur í tímann og myrða foreldra sína gengur alveg upp,þá átt eftir að lifa af. Maður myndar bara nýja tímalínu.
og líka það með að við höfum aldrei fengið heimsóknir úr framtíðinni,það þýðir bara að við eigum heima í upprunalegri tímalínunni! Eða erum við kannski til í öllum tímalínunum? Þetta er kannski einum of flókið fyrir mig að skilja þetta til fulls.

Svo er eitt annað sem ég var að hugsa um, og það var að sykur sagði að það væri hægt að ferðast aftur og fram í tímann með ormagöngum. Það vissi ég ekki,því eftir því sem ég best veit þá virka ormagöng þannig, að ef þú ert með plastplötu,sem er þessi heimur,og plastplatan hefur 140 cm. á milli hornanna, og beygir plastplötuna þannig að 10 cm sé á milli hornanna,þá myndast ormagöng á milli,og þú getur ferðast geysilegar vegalengdir á örstuttum tíma með því að stytta þér leið. Og með því að ná nákvæmlega réttum hraða,þá myndast ormagöng.(kannski er það bull,ég veit það ekki)
En svo veit ég aftur á móti með tímann,ég skil ekki ekki hvernig maður getur sveigt hann(ef það er hægt að sveigja hann) því ég skil tímann sem eitthvað ósnertanleg,eitthvað sem hefur ekkert efni,aðeins eiginleika. Þannig er ég á móti gthth,sem segir að til þess að hlutur geti haft eiginleika,þá þarf hann að hafa efni.
En er þá eitthvað efni á tímanum? Er hægt að þreifa á honum,taka hann upp o.s.fr?
Núna hef ég kannski farið of víða,en það skiptir víst ekki máli,þá koma bara fleiri greinasvör…