Kant sagði að við ættum að fara eftir skilyrðislausa skylduboðinu (Breyttu aðeins eftir þeirri lífsreglu sem þú vilt að verði að almennu lögmáli) af því að við vissum að
það væri rétt, við eigum ekki að breyta í samræmi við það vegna einhvers ávinnings, t.d. til þess að fólki líki betur við mann. Kant hafnaði líka þeirri hugmynd nytjastefnunnar að afleiðingar athafnar væru það sem skiptu mestu máli. Ef afleiðingar skipta ekki máli er „hvít lygi” algjörlega röng vegna þess að hún brýtur gegn okkar mannlegu skynsemi.
Skynsemi okkar leitar að mælikvarða fyrir athafnir okkar munum við finna það skilyrðislausa skylduboðið, svo að ef við brjótum gegn okkar eigin skynsemi þá erum við að brjóta gegn skilyrðislausa skylduboðinu.
Immanuel Kant var á því að öll breytni sem við framkvæmdum ætti að geta orðið eða vera alheims lögmál vegna þess að ef allir t..d. fá lán án þess að borga þá er ekki hægt að fá lán nein staðar.

Það er öruggast að stunda „hvíta Lygi” í þeim tilvikum þegar gerandinn þekkir þolandann vel og veit nokkurn veginn hvernig þolandinn myndi taka málunum ef hann/hún myndi komast að sannleikanum.
En samt koma upp mál sem maður „neyðist” til þess að nota „hvíta lygi” t.d. þegar líf einhvers er í húfi.
Segjum svo að krakki er tekinn í gíslingu og mannræningjarnir heimta lausnargjalds en fjölskyldan á ekki peningana og segir mannræningjunum að peningarnir séu á ákveðum stað (þeir eru ekki til).
Mannræningjarnir leysa þá krakkann og gefa hann til baka, en þegar mannræningjarnir fara á þennan stað þá eru ekki peningarnir þar (en það getur haft slæmar afleiðingar).
Annað dæmi: Lítill krakki er í kór og er að æfa söng heima hjá sér,
hann syngur alveg hörmulega að mati móður hans, en einn daginn spyr krakkinn móður sína hvernig henni finnst, hún svarar á þann veg að þetta var alveg frábært hjá krakkanum þó hún meini það ekki, hana langar bara ekki að særa krakkann að óþörfu.
Í þessum tveim dæmum þykir mér réttlætanlegt að beita „hvítri lygi”

Ég skilgreini „Hvíta lygi” sem lygi þegar maður lýgur í góðum tilgangi eða komast fram hjá leiðindum.
T.d. Þegar sumir nemendur þínir biðja um að fara á klósetið þá eru þeir að reyna að komast fram hjá þeim leiðindum sem myndu skapast ef nemendurnir myndu bara segja „Ég nenni þessu ekki” og svo bara ganga út.
Þar með er „Hvít lygi” réttlætanleg.


Endilega segið skoðanir ykkar!
Living in the realtime…Dreaming in digital…Thinking in binaries…Talking in IP…