Í gær kvöldi fór ég að tala við eitthverja tvo stráka og spurðu þeir mig út í þá heimspeki: Hvort er bertra að tapa gulli eða vinna brons? Ég svaraði samstundis að tapa gulli því að það meikaði meira sense svona hugsunarlaust.
En þegar að ég fór að hugsa út í þetta komu upp miklu fleirri möguleikar. Þegar að ég sagði að það væri betra að tapa gulli hugsaði ég aðeins út í það að efað maður fær silfur hefur maður tapað gulli og silfur er auðvitað betra en brons.
En….Ef að maður hefur tapað gulli, getur maður þá ekki allveg eins hafað lennt í fjórða sæti? Ef að maður hefur unnið brons hefur maður tryggt sér þriðjasætið, sem auðvitað er berta en það fjórða og hvað þá fimmta! Hvort villt þú frekar hafa þriðjasætið tryggt eða hafa möguleika á að ná öðru, þótt að þá sé stærri möguleiki á að lenda í því fjórða.
Villt þú taka á hættuna á að lenda í fjórða ef að það opnaðir möguleikann á að ná öðru sæti eða villt þú fá þitt þriðjasæti áhættulaust? Þetta finnst mér að geti sagt mikið um persónuleika þinn. Ferðu eftir því besta og tekur þar með áhættuna á að ná því ekki, eða sættir þú þig við áhættulaust brons?

Núna með silfri og öðru og þriðja sæti meina ég ekki bara í íþróttum heldur bara í lífinu sjálfu.
Ég meina er betra að hafa möguleikann á að ná góðum árágri vitandi að það sé ekki öruggt eða er betra að vita að maður nái ok árángri án þess að leggja neitt meira á sig en bara meðal verk.

Núna er ég búinn að skrifa rosalegann, heimspekilegann texta og ég býðst við djúpum og heimspekilegum svörum.