Skynjunin sjón við tökum allt sem við sjáum fyrir beinharðar staðreyndir. ef við trúum einhverju ekki þá viljum við að augun sjái það, þeas ef a ekki er verið að tala um lykt eða hljóð.

en ef að sjónin er ekki allur sannleikurinn? ef að við greinum rauverulegann rauðann sem bleikann eða eitthvað álíka?

flestir sem eru búnir með 9 bekk vita að menn sjá ekki nema lítinn hluta af raunverulegu ljósi. við höfum tæki og tól sem geta greint þessu ljós og sýnt þér þau, en það passar ekki alveg hjá mér. hvernig sýniru rokk á hörpu? alveg eins, hvernig á þessi skjár að geta sýnt mér hvernig ljósið lítur út í raun og veru?

kannski er margt fyrir framan okkur núna á milli mín og tölvunnar t.d. sem sjónin mín greinir ekki, það hefur einfaldlega engin áhrif á mig, hvorki hljóð né lykt né heldur sjón. kannski situr geimvera úr framandi efni fyrir framan mig að reyna að lesa það sem ég skrifa, hún er bara gerð úr svo þunnu efni og litlum eindum að þau endurkasta ekki nema ljósi sem ég sé ekki.

ég held líka að það yrði sársaukafullt að sjá alla ljósgeisla, þá yrði kannski soldið mikið bjart hjá manni en maður vissi meira um tilvist sína og tilvist annarra hluta.

það vita allir af þessum ósýnilegu ljósbylgjum, og það er löngu sannað að þær eru þarna, hvernig getur maður þá fullyrt að þarna séi ekkert sem við sjáum ekki?