Frjáls vilji? Ég er ekki heimspeki menntaður eða neitt þannig en þettar eru bara pælingar sem hægt er að velta fyrir sér.
er frjáls vilji til? höfum við virkilega þessa hæfileika sem við köllum frjálsan vilja? get ég virkilega ákveðið hvort ég skrifa þessa grein eða ekki? er eitthvað í heilanum á mér, eitthvað sem ég uppliðfði lærði eða heyrði sem veldur því að ég einfaldlega verð að skrifa þetta?
ef ég set mann fyrir framan tvö nákvæmlega eins epli, og segi honum að taka annað þeirra, þá er það alveg sama hvort hann tekur, það verður alltaf hægt að finna einhverja smávægilega ástæðu fyrir því. t.d. hann tók hægra eplið af því að hann er rétthentur eða að hann tók vinstra eplið af því að honum fannst það vera aðeins stærra.
ég er ekki að segja að frjáls vilji séi ekki til staðar, heldur bara það að ekkert sanni að hann séi til!
okkar karakter eða persóna, segir okkur alltaf hvernig best er að bregðast við í öllum aðstæðum. af því að ég kann á lyklaborð þá nota ég fingrasetnunguna t.d. ég fer ekki að taka allt í einu upp á því að skrifa með einum fingri nema að fyrir því séi einhver ástæða! þekkingin okkar segir okkur hvernig er best að framkvæma allt.
útaf þessu fer allt í keng þegar meður veltir því fyrir sér hvort frjáls vilji séi til. skrifa ég með fingrasetningunni af því að mig langar til þess eða einfaldlega af því ég veit betur?