Þessi grein er í framhaldi af þeirri sem kom á undan. Er þetta lífið?

Ég segi að tilgangur lífsins sé ekki að eiga gallabuxur, vera glaður og allt sem þú segir…

Tilgangur lífsins er, að reyna að skilja afhverju lífið er eins og það er, gott eða slæmt og ná að sætta sig við hvorutveggja.

Þú ert bara ein manneskja, þú ert jafn máttlaus og við hin.

Að leita, finna og hugsanlega búa til manneskjur sem þú getur treyst og opnað þig fyrir er tækifæri fyrir okkur flest til að finna tilgang lífsins.

Tilgangurinn er alltaf ALLTAF að reyna að gleðja okkur sjálf, að fullnægja þörfum okkar.

Móðir deyr fyrir barnið sitt því hún hefur þörf fyrir að það lifi … hún fórnar sér fyrir barnið,´hvernig í ansk. gæti það glatt barnið?

Mér finnst fólk taka dauðanum svo vitlaust stundum, hann bíður okkar allra og ef við förum ekki varlega eða ef slys gerast þá tekur hann einhvern, kannski einhvern okkur kærkominn.

Það er ekki auðvelt, en eins og áður þá höfum við þörf, þörfina að vita að ástvini okkar líði vel þar sem hann er.

Mér persónulega finnst auðveldast að trúa því að hugur okkar verði ekki til úr engu og hann fari þangað sem hann kom upprunalega frá. Þú mátt kalla það himnaríki eða það sem þú vilt. En fyrir mig þá verð ég að trúa, það er mín þörf.

Ef Guð er til, þá er hann ekki vinur minn.

Hann setti mig hingað, ég þarf að taka allar mínar ákvarðanir sjálfur, ég þarf að mynda allar mínar skoðanir sjálfur, ég þarf að gera allt þetta erfiða einn…

En það er svo auðvelt að horfa bara á fréttir og trúa því sem gaurarnir segja, trúa því í blindni…

ég hafði einusinni þörf fyrir það, að trúa öllu sem aðrir sögðu, þá slapp ég svo vel, þurfti ekki að vinna verk lífsins, að vera manneskja, að taka allar mínar ákvarðanir sjálfur, að mynda allar mínar skoðanir sjálfur, að gera allt þetta erfiða einn…

En ég fann að tilgangur míns lífs er í málsháttum á borð við:

Það er betra að gefa en þiggja
Kurteisi kostar ekkert
Neyðin kennir naktri konu að spinna


Þetta merkir fyrir mér:

Ég ræð mér sjálfur og geri það sem ég vil, ég ræð hvernig mér gengur í lífinu hvort ég stend mig vel eða verð ræfill, ég kem vel fram við alla og sérstaklega þá sem þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum, því það er ekkert virðingarvert við að vera vel settur ef maður hefur ekki þurft að hafa fyrir því…

Í hnotskurn: Ég vel mér vini og kunningja eftir karakter, ég stend við bakið á þeim eins og ég vona að þeir styðji mig ef ég skildi þurfa, ég geri það sem mér finnst erfiðast með stolti því það sem er erfiðast skiptir mig mestu máli.

Ég vil að allir vinir mínir og fjölskylda hugsi til mín ekki endilega með þakklæti, heldur ánægju með samstarf okkar.

Það er mín helsta þörf í lífinu, það er minn tilgangur í lífinu

Allar gallabuxur afþakkaðar..

Kv.
Rapport