Tilgangur lífsins

Erfiðasta spurning mannsins hefur verið “Hver er tilgangurinn
með þessu öllu?”. Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til þess
að svara þessari spurningu hér :)

Vísindin hafa sannað margt og margar góðar kenningar hafa
fylgt vísindum, sumar hafa verið sannaðar eða afsannaðar,
aðrar ekki, ennþá.

Til þess að geta svarað hver tilgangur lífsins er, þurfum við að
vita hvað lífið er. Alveg eins og við þurfum að vita hvað bíll er
áður en við vitum tilgangin með honum.
Til þess að finna upp bílinn þurfti einhver að vilja fara á milli
staða hraðar eða þægilegra en hægt var áður. Fólk leitaði
leiða og notaði nýjustu hugmyndirnar sem voru í gangi hverju
sinni til að geta leyst gátuna. Sprengingar voru til og notaðar
mikið. En hvernig var hægt að einangra sprenginguna til þess
að nýta orkuna?
Og svo koll af kolli þangað til einhver fékk þá hugmynd að búa
til vél. Og bílar eru enn að þróast til þess að nýta fá sem mest
úr þeirri orku sem í hann er látið.

Málið er að til þess að fatta tilgangin verður maður oft að sjá
tilganginn og “verkfærið” á sama tíma. Þess vegna verðum við
að hugsa um tilgang lífsins og lífið sjálft í einu.

Hvað er lífið? Hvernig varð lífið til? Fyrst var ekkert svo allt, eða
einhvernvegin svona. Efni varð til. Eða öllu heldur orka. Efni
varð að lífi. Eða semsagt orka varð að lífi. Afhverju? Til hvers
var orka að breytast í líf. Eða er líf bara ákveðin tegund af
orku? Og kannski mjög þróuð tegund af orku? Getur ekki verið
að orka hafi þróast í efni sem hefur svo þróast í líf?
Einhvernvegin byrjaði Líf, við höfum sannað þróun, nokkurn
vegin. Fyrsta lífið (eins og við þekkjum það) voru
einfrumungar, hvað var á undan þeim? Það var bara efni? Og
á undan efni, orka. Sem sagt orka sem þróast í efni og svo í
líf. Lífið er ekkert nema orka og lífið lifir ekki án orku. Og lífið er
mjög góð nýting á orku einnig. En hvernig getur lífið
endurnýjað þessa orku? Dauðinn er mjög góð leið til að
endurnýja orku, gera orkuna aftur að efni sem lífið notar til að
viðhalda sér. Lífið hefur semsagt fundið upp dauðan til að
viðhalda sjálfum sér. Þannig að hver er þá tilgangurinn með
lífinu? Ég myndi segja að lífið væri til að endurnýjast. Til þess
að viðhalda lífinu. Dauðinn er semsagt leið til að halda lífinu
gangandi. Eða ölluheldur til þess að þessi tegund orku geti
haldið áfram að þróast. Svo er spurningin, í hvað er orkan að
þróast? Við erum búin að fá lífið frá orkunni, en til hver var
orkan að þróast í líf? Ég myndi segja að orkan sé að leita að
leið til að viðhalda sjálfu sér. Og lífið er eitt af því sem kom út.

Semsagt tilgangur lífisins er að endurnýja lífið. Við erum bara
smá hluti af miklu stærra kerfi sem er í gangi.

Ef orka hefur þróast í líf og í líf sem getur hugsað, getur orka
ekki þróast í aðrar tegundir orku sem getur líka hugsað? Hver
veit? Guð, álfar, draugar… kemur manni til að hugsa aðeins :)

Svaraði ég einhverju eða kom ég bara með fleiri spurningar?
Hvað finnst ykkur?
Endilega kommentið á þetta.

friður
potent