Mannkynið hefur frá örólfi alda reynt að útskýra og sannt tilvist kenninga og hugtaka. Guðspekin hefur verið notuð til að útskýra sköpun og komandi tortímingu heimsins, hvernig líf getur horfið og annað myndast. Eftir sem áður eru þetta enn mestu ráðgátur lífsins. Kenningar hafa komið í bylgjum hring eftir hring og hafa speglast í myndlist, tónlist og lífsháttum þessa tíma. Mesta umbyltingin hefur vafalaust orðið þegar sannað var að allt efni og loft er byggt upp af atómum og mólikúlum. Hljóðir og ljós bylgjur eins og gárur á vatni. Í raun svo augljóst og auðskiljanlegt, gæti verið að við gætum leyst hina stóru lífsgátu á hinn sama hátt. Margir trúa því að við mennirnir lifum á annari tíðni en hinir dánu, þeir sem eru taldir skyggnir hafa hæfileika til að flakka á milli tíðnisviða.