Flestir ættu nú að vita að alheimurinn er sífellt að þenjast út og að því meira sem hann þenst út því hraðar þenst hann út. En það er mjög ólíklegt að hann geti endalaust þenst út, og mun hann þá líklega dragast saman aftur þangað til að hann verður að engu. Ég tel að eftir það komi aftur big bang og þróunin verði nákvæmlega eins og hún hefur verið núna. Ég og þú munum vera hér og við munum gera nákvæmlega sömu hluti og við höfum gert án þess þó að vita það. Sem þýðir að þú gætir verið að lesa þessa grein í billjónasta skipti og átt eftir að lesa hana billjón sinnum aftur. Ég veit að margir eiga eftir að vera ósammála þessari kenningu og vil ég biðja þá um að rökstyðja öll comment sem þeir gefa á þessa kenningu. Að lokum vil ég líka spyrja þá af hverju þróunin ætti að vera eitthvað frábrugðin þessari?