Hvernig gengur það upp að á þessari jörð, þar sem búa sex
milljarðar manna, sé bara örlítið brot sem er að gera eitthvað
frumlegt og skapandi? Og af hverju eru svona margir þeirra sem
eru að gera eitthvað frumlegt og skapandi eingöngu að því í þágu
persónulegra ávinninga á borð við peninga?
Mér finnst nóg komið.
Um 500 fyrir krist ar heimspeki mjög hátt metin og margir frægir
heimspekingar voru uppi - allir komu þeir með sínar kenningar,
ýmist góðar eða slæmar, en hey! Þeir reyndu þó.
Á tíma rómaveldis var mikið lagt upp úr því að gera keisaraveldið
sterkt, allt var gert í þágu rómaveldis - það var sameiginlegt
átak íbúanna að sigra heiminn.
Á tíma Columbusar voru margir menn sem höfðu það takmark að
uppgötva nýja staði, kortleggja heiminn og héldu út í ævintýraþrá.
Á tíma Newtons og Darwins var þekking á náttúrufræði álitin dyggð
og allir leituðust á við að finna út allar staðreyndirnar.
Um aldamótin 1900, og fram til 1950 voru eðlisfræðingar út um
allt, aðallega að pæla í skammtafræðinni sem við þekkjum í dag -
og fæstir gætu reitt sig á án.
Og svo 1950-1967 var það geimurinn sem heillaði almúgann, og
allir sóttust í að komast þangað. Þá voru bækur skrifaðar á borð
við 2001: A Space Odessey, og sjónvarpsþættir settir á stofn á
borð við Star Trek. Allir sáu framtíðina fyrir sér sem frábæran
stað til þess að búa á, og framtíðin var ofarlega í huga allara.
Svo allt í einu lenntu Bandaríkjamenn á tunglinu, hirtu með sér
nokkur sýni og geimáhuginn dó.
Í nútímanum eru það tölvurnar, gemsarnir og hvað annað sem
heillar fólk - en hvert stefnir þetta? Ég meina, er virkilega
einhver ávinningur af því að halda áfram þessari þróun án
hliðstæðrar þróunar í aðrar áttir? Til hvers þurfa 50 mismunandi
fyrirtæki að búa til 50 mismunandi ritvinnsluforrit? Sjálfur vinn
ég í þessum geira, þannig að ég er hagsmunaaðili í þessu máli, en
mér finnst samt vera komið of mikið af því góða þegar ég sit hér
og horfi á alla aðgerðalausa.
Nútímafólki hlýtur að leiðast ótrúlega, þar sem að það eina sem
þau virðast gera fyrir utan að sofa, vinna, eðla sig og borða er
hugsanlega að skipta um hringitóna í símunum sínum reglulega. Ó
já! Það er svo gaman.
Hvernig væri ef fólk dreifði áhuganum. Í staðin fyrir að allir
hópist í kring um einn enn fjandans tölvuleikinn, sem er hvort eð
er á einn eða annann hátt eftirherma af Wolfenstein eða Advent,
að fólk reyni að gera eitthvað uppbyggjandi! Prófið að leggja
fyrir ykkur heimspeki, náttúrufræði, eða hvað annað sem ykkur
líst á úr heimi vísindanna! Eða, ef þið eruð ævintýratýpurnar -
farið þá á www.nasa.gov og fylgist með og styðjið alla þessa
leiðangra sem NASA er að reyna að gera þrátt fyrir að Bandaríska
ríkið sé ekki að gefa þeim neina umtalsverða peninga til þess að
fjármagna þessa frábæru leiðangra… svo er verið að bölva því að
einstaka ferð misheppnist? AUÐVITAÐ misheppnast þessar geimferðir
er það eru til peningar til þess að vera með almenilegan búnað!

Fólk. Hlustið nú. Við, mannkynið, erum orðin letingjaþjóð. Gerum
eitthvað uppbyggjandi!