Vona að einhver nenni að lesa þetta og jafnvel svarað þessum pælingum mínum sem hafa verið að þjaka mig síðustu mánuðina.

Reyna að vera eitthvað sem að maður er ekki. Reyna að finna sinn stað í þessum ruglaða heimi. Staulast í gegnum skólan. Gera sitt allra besta. Standa sig, gera alla stolta. Er það ekki málið? Snýst ekki allt um það. Eiga flóð að vinum, heilan helling af fötum. Segja alltaf það rétta við allar aðstæður, vita upp á hár hvernig á að bregðast við, alltaf. Djamma um helgar, en passaðu þig, þú vilt ekki vera einhver drusla. Læra svo eitthvað sem að maður hefur geðveikan áhuga á. Eignast svo mann, einhver sem að elskar mann. Einhver sem að skilur þig loksins. Unga út úr sér nokkrum börnum, eitthvað til að lifa fyrir, einhver sem að gerir þig stolta. Líta alltaf sem best út, vera í góðu formi, stunda ræktin, fara í ljós. Hitta önnur hjón um helgar, fara í sólarlandaferðir á sumrin. Og ekki gleyma að brosa! Ertu hamingjusöm núna? Fullkomið líf?

En hvað ef að maður getur ekki verið neitt annað en maður sjálfur? Jafnvel þó að einhverjum líki ekki við mann fyrir vikið. Og hvað ef að það er engin staður í þessum heimi fyrir mann. Og maður vill ekki vera í skóla, maður nennir ekki að gera sitt besta og maður nennir ekki að standa sig og gera aðra stolta því að manni finnst ekki lífið snúast um það. Og hvað ef að maður á erfitt með að eignast vini, maður á ekki pening til að eiga 10 dieselbuxur plús það að maður hefur ekkert tískuvit. Og hvað ef að maður hefur ekki hugmynd um hvað maður á að segja oftast nær og það sem að kemur út úr manni á endanum er allt öfugt og náttla kolvitlaust. Og hvað ef að maður hefur fengið nóg af öllu djammi um helgar og manni er sama um hvað öðrum finnst um mann. Og ef maður hefur ekki hugmynd um hvað maður vill læra, hefur jafnvel ekki geðveikan áhuga á neinu. Og hvað ef það getur engin elskað mann og það er engin sem að mun nokkur tíman skilja hvað maður er að pæla. Maður nennir ekki að pæla í útlitinu og hatar íþróttir. Og hvað ef maður nennir ekki að brosa því reynslan hefur sýnt að heimurinn mun ekki brosa á móti? Getur maður samt verið hamingjusamur?

Og eftir allar þessar pælingar, sama hvorn vegin þú gengur, muntu deyja. Börnin þín munu muna eftir þér, barnabörnin, jafnvel barnabarnabörnin. En hvað svo? Það mun engin muna efitr þér. Nafn þitt mun að lokum gleymast, engin mun vita að hvað þú gerðir, sama hversu “fullkomin” þú varst. Þú munt hverfa og ekkert sem að þú gerðir eða hver þú varst skiptir máli.