Kenningar um eilíft líf og eftirlíf og mismunandi tilvistarstig osfrv. hafa eitt sameiginlegt; Sál. Það er jú ódauðleg sál sem fæðist aftur og aftur í kenningum endurholdgunarsinna. Hjá kristnum fer sálin til himna eða heljar og er þar að eilífu. Hjá þeim sem aðhyllast mismunandi tilvistarstig er það sál sem er til á öllum þessum stigum. Í norrænni og rómverskri goðafræði og jafnvel í heimsmynd Indiána er talað um sál.
En annað hef ég ekki séð í neinni kenningu; góð rök fyrir því að sálin sé til almennt. Nú er ég alls ekki að útiloka þann möguleika, heldur væri til í að sjá hvort einhver hér eigi til rök fyrir því á reiðum höndum.
Ég er hræddur um að heimsmyndin myndi breytast nokkuð mikið hjá fólki ef það yrði opinbert og sannað hvort sál sé til eða ekki. Þó held ég að það yrði til góðs að lokum. Spurningin er bara á hvorn veginn það færi.
kv.