Hver er tilgangur mannsins ? Getur verið að maðurinn hafi á köflum misst sjónar á hinum raunverulega tilgangi er felur í sér hans eigin hamingju ?
Hvað er hamingja ? Er hamingjan fólgin í veraldlegum gæðum eða andlegri vellíðan ?
Sækjum við þjónustu við andlegt heilbrigði nú til dags á sama hátt og við förum með bílinn okkar á verkstæði ?
´Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör en ég lít svo á að tilgangur mannsins sé sá að kunna fótum sínum forráð i umgengni við móður náttúru og hver annnan á þessari jörð.
Öfund og metorðagirni eru vandamál nútímans þar sem enginn kann að taka mótlæti aðeins meðlæti og sjálfsdýrkun, ellegar upphefjast
samskiptavandamál allra handa, stór sem smá.
Skortur á notkun sannleikans í stóru sem smáu er tilfinnanlegur þar sem sannleikurinn kann að ganga kaupum og sölum fyrir peninga.
Siðhnignun á sér stað í samfélögum þar sem menn keppast áfram
í ásókn eftir vindi, þ.e veraldlegum gæðum umfram þau andlegu.
Markmið og tilgangur, aðeins orð á blaði, árangur lítill,
miðað við orðaflóð markmiðanna mörgu.
Kanski er maðurinn á góðri leið inn í frumskóginn aftur þrátt fyrir
alla sína miklu menntun.