Ég las nýlega grein hérna fyrir neðan skrifaða af solid um frelsi mannsins, og þar sem hún er svo gömul og mig langaði að kommenta á hana og er hrædd um að enginn lesi hana ákvað ég bara að koma með aðra grein um mína skoðun á málinu…

Það er enginn frjáls í dag, hvergi nokkurs staðar í heiminum, hvort sem þú ert unglingstelpa í grunnskóla eða fátækur sauðbóndi í Afríku.

Það er ekki lengur til neitt sem heitir frelsi!
Unglingstelpan reynir stanslaust að “fitta inn í” með því að fylgja staðlaðri ímynd samfélagsins. Fátæki sauðbóndinn er stanslaust kúgaður af risatóru fyrirtæki sem þráir ekkert heitar en að taka af honum allt sem hann hefur nokkurn tímann unnið fyrir til að græða meiri peninga.

Ég er samt ekki að segja að ég sé sammála því að við förum aftur í sjálfþurftarbúskapinn, því maðurinn er í rauninni búin að þróa sjálfan sig svo langt að það myndi bara leiða til útrýmingar. En hins vegar er ég sammála því að græðgi mannsins í peninga er orðin alltof langt gengin.

Mér finnst líka þessi þróun á manninum nú til dags vera farin að vera svo tilgangslaus. Ég meina, til hvers að fara til tunglsins, er virkilega einhver ástæða fyrir því að fara til tunglsins? Ég meina, ekki getum við lifað þar, við getum ekki andað þar, þar er engin fæða. Til hvers í andskotanum að fara til tunglsins, það er ekkert nema peningaeyðsla!

Og svo öll þessi tækni og þetta, ég meina, mér finnst fínt að halda mig bara við gömlu góðu geislaspilarana, jafnvel plöturnar og kasetturnar, en ekki allt þetta mp3 og ipod og það allt saman, ég botna ekkert í því. Og svo allar þessar nýtækni myndavélar. Þær eru fínar en er ekki bara betra að halda sig við þessar gömlu, taka góðar en fáar myndir, fara með filmuna á ljósmyndastofu og láta prenta hana út og eiga svo góðu minningaranar í myndaalbúmi?

Mér finnst að allir ættu að gera það, svona aðeins að taka því rólega á framþróuninni.