* hugs * ….ég sest niður og ræði við hana móður mína. Ég spyr: “Hvernig var nú að vera unglingur í þína tíð?” Móðir mín hugsar í nokkra stund og segir: “Öðruvísi!”. Einfalt mál, en það sem mig langar að komast að, er hvort “öðruvísi” sé gott eða slæmt.
Hver er munurinn á tilgangi lífsins í dag og tilgangi lífsins í þá daga? Veit nokkur annars hver tilgangur lífsins er? Ég veit ekki hvort ég sé hin týpíska manneskja en ég kemst eflaust nálægt því…ég reyni af fremsta megni ekki að skera mig úr –alls staðar þar sem ég gæti orðið áberandi vil ég helst komast hjá því að vera áberandi. Ég fell í fjöldann!
Frá því ég var í 6.bekk eða svo í grunnskóla hefur verið brýnt fyrir mér að læra, vera með góðar einkunnir o.s.frv. Jújú, minn skellir sér í menntaskóla og nær í stúdentinn þaðan. Ég skelli mér í háskóla án þess að vera búinn að finna mér e-ð sem mig langar að læra og droppa út þaðan eftir eitt ár. Allan þennan tíma er brýnt fyrir mér “Já, þú verður að læra til þess að þurfa ekki að vinna á hendurnar á þér eins og hann afi þinn”. Ok, auðvitað er gott að finna sér sitt svið og allt svoleiðis (læra það og vinna við það). En hvar er hlutinn að njóta lífsins? 18ára á móðir mín mig og faðir minn er tvítugur á sama tíma. Þau búa saman og kallinn sér heimilið ekki í nánanst ár vegna sjómennsku…af hverju er veraldleikinn svo mikilvægur að þú getur ekki verið heima hjá konu og barni? En svo kemur aftur á móti að hvernig væri lífið ef hann væri ekki svona mikilvægur? Liti heimurinn þá ennþá út eins og á steinöld? Fyrst menntun og komast í góða vinnu, þéna vel, eignast gott hús, etc. er orðið svona mikilvægt hérna daginn í dag hvernig verður þetta þá eftir tugi ára. Verður veraldleikinn þá orðinn allt?!?!?! Verður þá enginn tími til að njóta lífsins?
Persónulega finnst mér ekki gaman að vinna enda ekki kominn með vinnu sem ég ætla að vinna til frambúðar…skólafólk sko…en ég hef stritað kvölda á milli í von um gróða til að framfleyta mér á meðan skóla stendur…hvar er funnið í því? Mesta skemmtun sem mar leyfir sér á meðan þessu stendur er að skella sér niðrí bæ , fá sér bjór og reyna við allt sem hreyfist…jújú stöku kvöld endar nú í skemmtun.
Auðvitað er hægt að hafa gaman af lífinu á margann annan hátt annars myndu margir eflaust ekki nenna að lifa því….en væri ekki hægt að hafa aðeins meira gaman af þvi…sleppa öllu slæmu – by the way veralleikinn skapar allt slæmt –því er lífið ekki of stutt til að vera eyða tíma af því í slæmt….svo koma afsökunarorðin….ég hef ekki hugynd af hverju ég var að skrifa þetta allt :)