Platón og skáldskapur Kenning Platóns um heim frummyndanna er án mikils vafa frægasta verk hans. Þar hélt hann því fram að heimurinn einsog við skynjum hann sé aðeins eftirmynd annars og raunverulegri heims. Þetta er heimur hinna eilífu og óforgengilegu frummynda. Það er í sambandinu á milli hluta í okkar heimi og þeirra eigin frummynda sem við fáum vísbendingar um þær. Þannig eiga ferningslaga hlutir hlutdeild í frummynd hins ferningslaga og í frummynd hins góða eiga góðir menn hlutdeild. Samt sem áður verða eftirmyndirnar aldrei annað en það, eftirmyndir eða eftirlíkingar. Útfrá þessari kenningu komst Platón að því að skáldskaparlistin er ómerkilegust allra lista. Og hvers vegna? Jú vegna þess að í raun gerir hún ekki annað en að dragu upp ófullkomnar eftirmyndir af ófullkomnri eftirmynd. En þessu er ég ósammála, ég held að skáldskaparlistin sé merkilegust allra lista og ætla að nota Frummyndakenningu Platóns til að sanna mál mitt:

Hann segir að skáldskaparlistin sé ómerkileg vegna þess að hún sé ekkert nema eftirlíking af eftirlíkinu af frummynd. Skoðum þetta aðeins: Eftirlíking af frummynd getur aldrei orðið einsog frummyndin (hann segir það í kenningunni), en eftirlíking af eftirlíkingunni er miklu LÍKLEGRI til þess. Því efirlíking no. 1 er bara þessi eini heimur en eftirlíking no. 2 er margir ímyndaðir heimar og fyrst þeir eru ímyndaðir og verða til í hugarheimi þá er hann nær frummyndunum en no.1. Parmenídes sagði að raunveruleikinn væri aðeins höndlaður í gegnum hugsun og það styður þessa kenningu. Svipað væri að segja: Við erum með töluna 2 (frummyndaheimurinn) og ætlum að líkja eftir henni en við komumst bara uppí 1 (okkar heimur). Því næst fer haugur af hugmyndarríkum skáldum að líkja eftir 1 og þau fá út –1, 0, 0.99, 2, 3 og jafnvel 4. En erfiðasti hlutinn af þessu er að finna út hverjir það eru sem komast næst 2.

Platón virðist hafa verið einn á báti með að finnast skáldskapur ómerkilegur því Aristótelesi fannst hann vera heimspekilegri og æðri en öll sagnfræði því hún fjalli um hið almenna en ekki hið einstaka. Hið almenna væri þá –1, 0, 0.99, 2, 3 og jafnvel 4 og hið einstaka væri bara 1.

Vonandi kom ég þessu nógu skýrt frá mér… (myndin uppi á víst að vera af Platóni og Aristótelesi sá fyrrnefndi er til vinstri)

Hvurnig leggst þetta í ykkur, kæru hugasystkin?