Jæja þá er aftur kominn grein eftir mig :).

Þegar þú vaknar á morgnanna viltu fara á fætur (áttu að vilja nema útaf asnalegum skólakerfum og vinnum sem maðurinn hefur búið til) á kvöldin verðurðu þreytt/ur og vilt fara að sofa. Ég tel að þegar við fæðumst þá langi okkur að koma í heimin (án þess beinlínis að vera með vitund um það) og þegar við deyjum erum við búin að finna okkar sess í lífinu og kveðjum þá. Dagurinn er alltaf of stuttur ekki rétt þig langaði alltaf að gera aðeins meira í dag. En lífið er líka stutt þú getur ekki alltaf gert allt sem þú vilt í lífinu. En á morgun geturðu þá gert næsta hlut. Og í “næsta lífi” geturðu gert eitthvað annað.

Athugið að ég set næsta lífi í sviga því allir líkamar eiga aðeins eitt líf svo vesla þeir upp og verða að mold. Aftur á móti held ég að vitund okkar (eða langannir ekki reynsla langannir) verði til á einhverjum öðrum stað orkan og lífið sem var í gamla líkamanum ferðist til nýrra heimkynna.

En nóg um trúar hugsanir. Ein af ástæðum fyrir að ég trúi þessu er að halda alltaf jafnvægi í heiminum svo allir fari ekki bara til paradís og hún fyllst af allskyns fólki og að einhversstaðar annars staðar myndist bara nýtt líf uppúr þurru. Í staðin þá hverfur þetta úr gamla líkamanum og fer í þann nýja. Ég held einnig að maður sé meðvitaður um þessa breytingu og að maður finni þegar maður fer afturábak í gegnum forsögu sína alveg niður á núll til að restarta sér nokkurn vegin. “Dejavoo” hvernig sem þetta er skrifað held ég að komi í kjölfarið af þessu að þegar minnið þitt er tæmt vegna heilaskiptinga (fallegt orð) þá komi samt með smá leifar af atvikum sem mynda “deijavoo”.

Hvernig sálin eða þetta sem við erum kemst á leiðarenda skilst með gríðarlegri orku sem mundi losna væntanleg ef eitthvað svona límt við mann mundi losna (svon eins og þegar geislavirk sundrun á sér stað bara miklu mklu öflugri) þetta mundi hrinda því svo hratt þessari sál orku að það tæki hana eitt uppí þrjú fjögur frame (bara einhver ágiskun) að komast á hinn endan. Þegar fólk sér hluti svo sem manneskju standandi eða fljúgandi furðuhlut eða eitthvað þannig þá væri það þessi persóna að færast úr stað í stað og það hitti akkúrat á þetta frame þarna.

Þetta er bara mjög langsótt kenning en það er svo erfitt að vita hvað kemur eftir dauðan að þetta er mín ágiskun.