Ég sá greinina um Uppruna vestrænnar heimspeki, (talsvert góð grein þar að auki), og ákvað að skella mér í að skrifa þessa.

Helsti munurinn sem ég sé á austrænni og vestrænni heimspeki er hvað vestræn eyðir meiri tíma í að pæla í því “hver er ég” og “af hverju er ég hér” - þar sem austræn er meira “ég er hér, það veit ég. En hvernig get ég nýtt mér það?”.
Þetta má sjá t.d. í Lunyu eftir Konfúsíus, að hann talar mest um dyggðir - hvernig er best að hegða sér til þess að fá sem mest fylgi fólks, á móti t.d. kenningum Platós.
Þetta var mín skoðun þangað til um daginn, þegar ég byrjaði að lesa “Stjórnmál” eftir Aristóteles, þar sem að mikill hluti bókarinnar fer í það að vinna úr siðferðislegum vandamálum innann smærri stjórnareininga, og loks í að reyna að ná víðara sjónarhorn á öllum þessum smærri einingum: Þorpið byggist upp á fjölskyldum. Ríkið byggist upp á þorpunum.
En er þetta endilega rétt? Ég meina, þegar tekið er mið af analectum Konfúsíusar, stríðskenningum Sun Tzu, og svo aftur á móti verkum Platós og Aristótelesar, þá er munurinn svo augljós að manni verkjar: Þeir hafa allir rétt fyrir sér miðað við sinn tíma og stað - þeim vantar heildarmynd. Þar sem að við erum nú á 21 öldinni bara rétt að fá heildarmynd, þar sem að geimvísindi eru rétt að skríða af stað, skammtaeðlisfræði að verða til sem vísindagrein og heimspeki orðin annars-hvers manns mál, þá er kannski réttast að láta hvorki Austræna né Vestræna heimspeki breyta skoðunum manns til þeirra hluta, heldur frekar að láta hvorttveggja vera bara eitt margra sjónarmiða til þess að byggja nútíma heimspeki á.
Eða hvað?