Vinir mínir, hafiði einhvern tíman rökrætt tilvist Guðs við einhvern sem trúir? Þá vitiði líka, að sama hve góð rök þið komið með, þið fáið hann ekki til að skipta um skoðun. Ein ástæðan kann að vera sú, að þið séuð að beita vitlausri tegund raka. Rök ykkar eru vitsmunaleg, skynsamleg, jafnvel “kaldar staðreyndir”. En þið ættuð að reyna að höfða til tilfinninganna. Tilfinningar eru líka rökréttar, þótt rök þeirra séu okkur oft dulin. Þið ættuð að höfða til ímyndunaraflsins. Ef slík rök bíta ekki, þá eruði bara að tala við grey, sem skortir allt hugarflug.
All we need is just a little patience.