Uppruni vestrænnar heimspeki Orðið “philosophy” táknaði upphaflega hjá Forn-Grikkjum hollusta við viskugyðjuna.
Plató sagði að heimspekingur væri sá sem “fús var að kanna alla þekkingu og leita hennar fullur skilningsgleði af óseðjandi fróðleikslöngun.”.

Fræðimenn á Vesturlöndum sem lært hafa heimspeki og skrifað sögu hennar segja að hún sé upprunin frá Forn-Grikkjum og fullyrða að Þales, sem var samtímamaður Lao Tze og Gautama Búdda, hafi verið fyrsti heimspekingur sögunnar.
Þessi kenning hefur verið rökstudd á ýmsan hátt. Sumir halda því fram að án stærðfræði og raunvísinda geti ekki verið heimspeki og þeir fullyrða að þau séu upprunnin hjá Grikkjum.
Aðrir segja að heimspeki hefjist hjá Grikkjum, því Grikkir hafi fyrstir iðkað heimspeki, án sérstaks tilgangs.
Enn aðrir segja að í Austurlöndum sé náttúran of hörð, fjöllin of há, fljótin og breið og straumþung, til að vísindi og heimspeki geti átt heima þar. Þeir segja að jarðskjálftar, fellibyljir og rándýr haldi manninum í sífelldum ótta og geri hann fullan hjátrúar og ófæran um að finna hina sönnu orsök hlutanna. Í Grikklandi hins vegar sé náttúran mildari.
Þessar röksemdafærslur eru þó vafasamar. Hin fyrsta er veigamest enda boðuð af bestu fræðimönnum um gríska heimspeki og Plató sjálfur sagði að heimspeki án stærðfræði og raunvísinda væri ekki til. Augljóst þykir að heimspeki hljóti að byggjast á því sem maður veit eða þykist vita. Hins vegar er erfiðara að segja nokkuð um það hvað af því sem maðurinn veit eða þykist vita er hinn rétti grundvöllur heimspekinnar. Hvers vegna er það öruggt að stærðfræði og raunvísindi séu hinn eini grundvöllur, sem hægt er að byggja heimspeki á? Er jafnvel víst að þessi vísindi séu sönn þekking? Og hvað Plató snertir, þá er augljóst, að margt er það í heimspeki hans sjálfs, sem ekki byggist á stærðfræði og raunvísindum. Þótt við segðum að heimspeki geti ekki verið til án stærðfræði og raunvísinda er þá öruggt að þetta tvennt sé upprunnið með Grikkjum? Börnet viðurkennir að stærðfræðiþekking og vísindi þurfi ekki að vera á háu stigi til að þau skapi jarðveg fyrir heimspeki. Það er staðreynd að Grikkir lærðu að reikna út sólmyrkva og þekkja gang himintungla af Babýoníumönnum. Indverjar þekktu stærðfræði, stjörnufræði og náttúruvísindi fyrir dag Þalesar og fyrstu heimspekinga vesturlanda. En hvað um ævafornu menningarríkin á Krít? Hvernig getur fólk sem reisir þriggja og fjögurra hæða háar hallir ekki hafa kunnað nein vísindi? Og svo það að Grikkir hafi fyrstir þjóða iðkað heimspeki vegna heim-spekinnar sjálfrar, á sérstaks tilgangs. Það er rétt að forn heimspeki austurlanda á sér jafnan ákveðinn tilgang. Annað hvort sjálfþekking, eða leitin inn á við og réttbreytni eða sókn mannsins út á við. En á grísk heimspeki sér ekki sérstakan tilgang? Á veggjum Appollómusteris véfréttarinnar í Delfi stendur “þekktu sjálfan þig” og “hóf er á öllu best”. Þetta urðu síðan kjörorð Sókratesar og Platós og varð þetta að mestu leiti tilgangur grískrar heimspeki. Indversk og Grísk heimspeki virðist þannig ekki nein andstæða, heldur þvert á móti mjög svipuð.
Sú staðhæfing að Grikkir hafi fyrstir þjóða iðkað heimspeki vegna heimspekinnar sjálfrar virðist að þessu athuguðu naumast eiga sér nægilega traustan grundvöll.
Loks er að líta á hina þriðju kenninguna, um að heimspeki sé upprunin í Grikklandi vegna erfiðra skilyrða til lífs annarsstaðar. Þetta er á suman hátt vel framsett og skynsamleg kenning, en þó vafasöm. Eins og menn vita er Indland mjög stórt land og þar getur vel verið að finnist staðir sem svipa til Grikklands. Og þrátt fyrir þessa hluti getur þá ekki verð að óttinn og þjáningin sé mannsandanum til þroska? Og þó þar séu torfærir skógar og hrikaleg fjöll, er það þá þar með sagt að þau hefti mannsandann?
Just ask yourself: WWCD!