Sem fyrrverandi nemandi í heimspekiskor í HÍ, þá hef ég oft velt því fyrir mér hvort heimspekin, sem það fyrirbæri sem hún er, eigi í raun heima innan veggja háskóla.

Verður heimspeki ekki að vera fullkomlega ALLRA að taka þátt í?

Eru td próffesorar úr heimspekiskor að kíkja hingað inn og leggja orð í belg og/eða lesa?! (Leiðréttið mig ef það er raunin, ég verð glaðastur allra manna, alla vega flestra ;) .)

Ættu heimspekikennarar að taka þátt í umræðum á vettvangi sem þessum? Vilja þeir það?! (Almennt séð.)

Væru atvinnuheimspekingar fáanlegir eða viljugir, að ræða við “sauðsvartan almúgann”? Ef þeir eru það ekki.. hvað þá?! Hvernig er þá komið fyrir heimspekinni, sem “lifandi” fyrirbæri… Hvað hefði Sókrates sagt við því?! Hefði hann kallað þá, sem ekki nenntu eða vildu skiptast á skoðunum við ALLA, sófista?! Ég nefni Sókrates þar sem hann er einmitt dæmi um heimspeking sem lifði og hrærðist með “Fólkinu”, og væri gott dæmi um mikla andstæðu við ímynd sófistans(sófisti er náttlega teygjanlegt hugtak).

Ef atvinnuheimspekingar eru almennt viljugir að tala á vettvangi ALLRA, er það frábært! Það kæmi mér þó í opna skjöldu. Mig grunar að þeir vilji heldur tala í hópi “hinna útvöldu”, elítu háskólaheimspekinga, sem hafa fengið tilskilin réttindi/viðurkenningu til að ganga inní hóp “hinna útvöldu”. Hér liggur nefninlega hundurinn grafinn að mínu viti.

Ég væri hugsanlega hlyntur þessháttar elítufyrirkomulagi, á þeim forsendum að atvinnuheimspekingarnir væru einfaldlega of klárir og of miklir spekingar til að geta náð til “Fólksins”. En, að mínu viti, eru þeir langt frá því að vera afburðarmenn (hvað sem það er nú nákvæmlega), því miður. Mitt impression var miklu frekar, að þeir væri ósköp venjulegir (venjulega er það ekki slæmt ;) ).. þeir eru eðlilega betur lesnir en flestir.. en ef eitthvað.. þá þvælist það frekar fyrir þeim en hitt.. að gagnast þeim í heimspekilegri umræðu dagsins í dag.

Eftir reynslu mína í heimspekiskor í HÍ, þá er mér næst að kalla flesta þar (ekki nemendur), sófista. Þar eru að sjálfsögðu undantekningar, mikil ósköp, slíkir vita það best sjálfir, að þeir eru undantekningar (einnig undantekningar í máli mínu hér). Það er kannski erfitt, eftir nokkra umhugsun, að kalla ATVINNUheimspekinga eitthvað annað en sófista. ;) (Aftur minni ég á að “sófisti” er teygjanlegt hugtak.)

Ég bendi áhugasömum á Korkinn: "Bréf handa engum og öllum![...]“, sem inniheldur pælingar í svipuðum dúr.

Ég ætti kannski að slaufa þessu með því að lýsa hér með yfir ánægju minni á þessu ”áhugamáli“.
Þetta er einmitt það sem er nauðsynlegt, til að halda lífi í heimspekinni, sem fyrirbæri (Hvað sem það þýðir annars.)

Kannski er von mín og ósk, um að heimspekin öðlist endurnýjun lífdaga, andvana borin.. en þessi vettvangur fær mig aftur til að ”trúa"! (Hvílíkt sjokk ég sem trúi alls engu!)

VeryMuch