Ekkert nema hreinn sannleikur

Já… Mér langar aðeins til aðtala um sannleikann og kærleikann og um hvernig heimurinn er.

Well… Flestir sjá að heimurinn er ekki mjög bjartur. Mörgum þúsundum manna líður illa og þjáist á hverjum degi og fáir mjög fáir gera eitthvað í því. Flestum er alveg drullusama um þetta fólk. Og þeir sem er ekki sama, þeim er bælt frá. Ýtt til hliðar, hunsað eða jafnvel verður eitt af þeim.

Ég er ekki að segja að fólk sé slæmt. Ég er bara að segja að við erum ekki að fara réttu leið.

Ástæðan fyrir allri hryggð, óhamingju og illsku í heiminum er einföld:

SKORTUR Á KÆRLEIKA!
Kærleiki er ást,
Ást er umhyggja,
Umhyggja er góðmennska,
Góðmennska er kærleikur og svo framveigis.

Allt er þetta kærleikur.

En flestum er sama um þá sem þeir þekkja ekki. Flestum er sama um alla aðra nema þá sjálfa, flestum er sama þótt fólk þjáist svo lengi sem það er ekki skyllt því sjálfu.

Hungur, Nauðganir, Hatur, stríð, Morð, Rán, misþyrmingar, mannrán, græðgi, geðvonska, illska, og skortur á kærleika er ríkjandi í heiminum núnna.

En samt eru það margir sem eru að hjálpa fólki, gera eins og það getur. En þeir eru of fáir til að eyða þessu ástandi. Viljinn til að breyta heiminum er of lítill.

En hvað getur eiginlega ein manneskja gert til að bæta þetta? Eða þrjár manneskjur hvað geta þær eiginlega gert??

Er eitthvað hægt að gera?

JÁ!

Það er hægt

Vilji er svarið. Að vilja hjálpa, Að vilja að öllum líði vel. Að hugsa um alla, ekki bara þá sem maður þekkir. Þykja vænt um alla, sama hvernig þeir eru. Hjálpa öllum, sama hvort þeir eigi það skilið eða ekki.

En fremst af öllu hætta allri græðgi.

,,Vó… þetta er of erfitt!” hugsið þið kannski núnna eða þá
,,Enginn mun gera neitt.” ,,Öllum er sama.” ,,Það er ekki hægt að breyta heiminum!”

HÆTTIÐ ÞESSU! Gerir það eitthvað gagn að hugsa svona? Hjálpar það virkilega til.

Well víst þið hugsið svona, þá gæti verið að aðrir og miklu fleirri en bara þið hugsið svona. Og þess vegna er enginn að gera neitt. Því þið eruð of svartsýn á hlutina.

Það er ekki hægt að hjálpa neinum með neikvæðni í huga.

Fólk sem er neikvætt, MJÖG OG ALLTAF neikvætt. Það endar í þunglyndi og deyr.

Ég meina hvað hefur það til að lifa fyrir, ef að þau trúa á allt sé slæmt og ekkert gott gerist og svo framveigis.

Jákvæðni er leiðin til góðs lífs. Það er hugsunin sem skiptir máli. Hugsunin skapar framtíð okkar.

Mér er sama hvort þið trúið því eða ekki. Bara trúið því sem þið viljið trúa.

Þið skapið ykkar eigin framtíð með hugsunum. Og þess vegna er betra að vera jákvæður, sama hvað gerist. Þótt það sé erfitt þá er betra að skapa sér góða framtíð heldur en slæma.

Hér eru nokkrar bækur til að lesa ef þið hafið áhuga á að hjálpa okkur (fólkinu sem vill hjálpa öðrum að lifa góðu lífi og hugsar vel um sjálfa sig og er að reyna að fá heimin til að verða betri en hann er) þá getið þið lesið þessar bækur, því þær munu hjálpa ykkur mikið.

Þær hafa hjálpað mér mjög mikið. Ég var mjög neikvæð og var á niðurleið og var að sökkva inn í þunglyndi en sem betur fer rakst ég á þessar bækur og þær hjálpuðu mér að breyta lífi mínu. En ég er ennþá að breyta þvi og bæta. Ég bið á hverju kvöldi til Guðs og þakka honum fyrir allt sem ég hef. Guð hefur margoft bænheyrt mig og hann bænheyrir alla sem biðja hann um hjálp. Maður verður bara að trúa á það og trúa að maður eigi það skilið.

Þessar bækur eru:

Titill: Hjálpaðu sjálfum þér
Höfundur: Louise L. Hay
Útgáfuár: 1990
Staður sem hægt er að finna bókina: Betra líf í kringlunni. Gæti verið til í pennanum. Og hún er öruglega til á bókasöfnum. Bendi líka á að það er hægt að leita að bókum á netinu líka.

Bókin hjálpar þér við að: Hugsa á nýjan hátt. Í henni er kennt að hugsa jákvætt og skapa betri framtíð. Í henni eru leiðbeiningar sem allir ættu að kunna.

Titill: Elskaðu sjálfan þig
Höfundur: Wayne W. Dyer
Útgáfuár:1984
Staður sem hægt er að finna bókina: Betra líf í kringlunni. Gæti verið til í pennanum. Og hún er öruglega til á bókasöfnum. Bendi líka á að það er hægt að leita að bókum á netinu líka.

Bókin hjálpar þér við að: Elska sjálfa þig. Þykja vænt um sjálfa þig. Og það er ekki átt við sjálfselsku þvi það er ekki að elska sjálfan sig. Þessi bók kom mér mikið á óvart og ég sé sko alls ekki eftir að hafa lesið hana. Hún er yndisleg.

Titill: Samræður við Guð
Þetta eru 3 bækur.
Höfundurin er: Neale Donald Walsch
Útgáfuár: Well ég er að lesa bók nr2 núna og hún kom út á Íslandi 2003 en var gefin út af Neale 1997. Ég man ekki hvenær sú fyrri kom út og veit ekki hvenær þriðja bókin kom út. Ég er ekki búin að lesa hana.

Staður sem hægt er að finna bókina: Betra líf í kringlunni. Gæti verið til í pennanum

Bókin hjálpar þér við að: skilja Guð í bóksaflegri merkingu. Því að Guð talaði við Neale og belive me. Þegar þið byrjið að lesa bók nr 1 sjáið þið að Neale gæti aldrei búið þetta til. Jafnvel þó þið trúið því ekki, prufið að lesa allar bækurnar og þið munið vita að þetta eru samræður við hinn Sanna Guð, hinn Eina Guð. Guð Almáttugan. Þessar bækur eiga eftir að breyta lífi ykkar svo um munar. Þessar samræður við Guð munu hjálpa ykkur svo mikið að það breytist líf ykkar. En það getur náttúrulega verið að hún hafi ekki nein áhrif á suma, þó ég efast um það. Ég held að mest ótrúasti maður í heiminum yrði mjög trúaður og betri maður eftir að hafa lesið þessar bækur. Mér finnst þessar bækur vera einn stór heilagur sannur sannleikur. Ein stór bók af sannleik. Þótt þær séu þrjár, þá er eins og þær renni saman í eina, sem er skipt í þrjá kapla.
Miss mistery