Hringur Hringur, -s, -ir eða -ar K 3 mengi þeirra punkta í fleti sem hafa tiltekna fjarlægð frá tilteknum punkti, skiptist í 360 gráður (°) eða 400 nýgráður (g). (Íslensk orðabók, 1996)
Hringur er athyglisverður flestum finnst hann leiðinglegastur og erfðiastur í rúmfræðinni. Hann hefur radíus sem má tvöfalda og breyta í þvermál. Það má svo margfalda með þeirri skemmtilegu en óendanlegu tölu pí til að fá ummálið. Þannig má reikna fram og til baka en engin rétt niðurstaða er til, allar útkomur verða óendanlegar.
Þess vegna spyr ég. Er hringur þá ekki það eina hér í heimi sem hægt er að staðfesta að er óendanlegt?
Ef þú svarar neitandi þá verð ég að biðja þig um að finna upphafið og endinn á hringnum. Allt það sem er endanlegt verður að hafa endi það er allavega staðreynd. En er þetta þá einn endi og upphaf allur hringurinn, en þá er hann orðinn óendanlegur aftur.
Þannig að í stuttu máli sagt þá er niðurstaða mín að hringur sé það eina í heimi hér sem er óendanlegt?