Ég ætla að stja fram skoðun mína á tíma.

Hann er ekki náttúrulegt fyrirbæri, heldur gerður af manna hugum.
Í rauninni hafur hann ekki áhrif á eitt eða neitt, nema hvernig við sjálf hugsum.

Hann er mælikvarði rétt eins og metrakerfið. Metrakerfið mælir vegalengd, stærð, rúmmál, og massa.

Tíminn er mælikvarði á lífið.

Tíminn er einnig merkilegur vegna þess að hann snýst í hringi, mjög svipað gormi.

Ef horft er við hliðina á honum sjáum við hann líða hjá, í sekúndum, mínútum, klukkustundum, dögum, mánuðum, vikum og jafnvel árum.

En ef horft er framan á hann sést að það er alltaf það sama að andurtaka sig, gangur sólkerfisins, maður fram að manni, mannkynssagan, allt er þetta hringrás lífsins, mæld í tíma. Þú getur bent á flöt og sagt: “Þetta er byrjunin, en þetta er líka endirinn.”

Og auðvitað er hann afstæður.