Eramus frá Rotterdam er talin hafa fæðst um 28 óktober 1469. Faðir hans var prestur og átti hann og líka bróðir hans með ástkonu sinni. Eramus gekk í skóla í Utrecht
( sem er circa þiðja stærsta borgin og mjög skemmtileg borg! Bjó þar rétt hjá en jæja) og síðan í Deunter að fræðastum latnesku bókmenntir og latínu. Fyrsta rit hans kom út um kringum 1489 og heitir De Contempa mundi eða um Fyrirlitningu veraldarinnar. Þessi bók er nokkurns konar óður til meinlæti og munkalífi. Ég hef ekki lesið hana, en kannski einhver hérna hefur gert það? Allavega seinna kom út rit sem hét Gegn menntunarleysi. Í þessu riti fjallar hann augljóslega um menntun og menntunarskort. Það er kannski athyglisvert að segja frá því að Eramus kynnist Thomas More, sem er höfundur Utopia og var auk þess ráðgjafi hjá Hernry VIII, en ekki var sá einstaklingur mikið fyrir að stunda skirlíf. Bókin sem hann er þekktastur fyrir er Moriae Enconium eða betur þekkt sem Lof heimskunnar, sem er Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
Þessi bók er ádeila og háð um bæði samtímann og samtíðarmönnum.
Through me is the way to the sorrowful city.