Betra að trúa? Mig langar að bera undir ykkur röksemdafærslu Blaise Pascals (1623-1662) er færir rök fyrir því að betra sé að trúa á guð:

-Ef ég veðja á að guð sé til og hann er til – gífurlegur gróði

-Ef ég veðja á að guð sé til og hann er ekki til – ekkert tap

-Ef ég veðja á að guð sé ekki til og hann er til – gríðarlegt tap

-Ef ég veðja á að guð sé ekki til og hann er ekki til – hvorki tap né gróði

Þessi rök eru þó alls ekki gallalaus því þau reikna bara með kristinni trú. En hvað finnst ykkur?