Áður en að ég byrja, þá vil ég fá að vita hvers vegna þetta heitir “Mig vantar handklæði”.

Annars er þetta rétt hjá kallinum. Eftir önnur tvöhundruð ár verða sennilega komnar aðstæður sem okkur dreymir aðeins um í dag, og þær aðstæður sem við höfum (a.m.k. á ríkari svæðum heims) eru draumaaðstæður fólks fyrir tvöhundruð árum síðan. Og samt erum við að kvarta og kveina, rétt eins og forfeður okkar, sem höfðu það skítt en þó betra en forfeður þeirra. Ef að maðurinn er dýr (vissulega umdeilanlegt), þá er hann ekki fyrst og fremst pólitískt dýr eins og Aristóteles sagði, heldur er hann óánægt dýr. Mér sýnist að við hvaða aðstæður sem vera má sé hægt að finna eitthvað til að vera ósáttur við, einhverja átyllu til að vera óánægður og óhamingjusamur. Jóakim Aðalönd hefur til dæmis stöðugar áhyggjur af peningunum sínum. Ætli að hann sé hamingjusamur? Hann hefur allt (nema e.t.v. maka) - nema hugarró. Um hamingjuástand Andrésar þarf ekki að deila - hann er ein uppstökkasta persóna í nokkuri barnateiknimyndasögu sem ég hef lesið.
All we need is just a little patience.