[tek fram að þó að sögnin trú komi fram þá þýðir ekki að einhver sé trúaður, þeas lýsingarorðið. Fyrirgefið að ég skuli taka þetta fram ef ykkur finnst þetta augljóst]

Mér finnst fólk eiga við ákveðið vandamál við að skilgreina sig í trúarlegu samhengi, fólk virðist næstum því halda að ef það sé ekki kristið þá sé það ekki trúað.

Ég skilgreini mig sem trúleysingja, því fylgir að sjálfsögðu að ég er líka guðleysingi. Guðleysingjar þurfa hins vegar ekki að vera trúlausir, þeir geta verið trúaðir þó að guð sé ekki til. Það er margt sem telst vera trú án þess að fara inn á guðshugmyndir.

Öll trú á framhaldslíf er augljóslega form trúar þannig að ef þú trúir að þú hafir einhvern mögleika á áframhaldandi tilveru þá ertu trúuð manneskja.

En hve mikið lengra getum við gengið í að skilgreina trú, ég myndi segja að ef þú trúir á álfa og huldufólk þá ertu trúuð manneskja.

Hvernig getum við endanlega skilgreint trú? Trúarbrögð sem slík þurfa að mínu mati alls ekki að vera til staðar í slíkri skilgreiningu. Er trú ekki einfaldlega andstæða vísinda? Það að byggja hugmyndir sínar um heiminn á einhverju sem ekki verður vísindalega sannað.

Ég vill að lokum minnast á efasemdarmenn sem hafa hið flotta agnostiker orð til að skilgreina sig með, það þýðir cirka að þú veist ekki hverju eða hvort þú átt að trúa.
<A href="