Ég hef verið að pæla mikið í því hvað hugtakið “þörf” er. Sumir trúa því að þörf sé aðeins leitin að lífshamingjuni eins og til dæmis að einhver tiltekinn aðili þurfi sjónvarp til að vera hamingjusamur og margir trúa því líka að þörf sé aðeins það sem við þurfum til að halda lífi. Ég myndi halda það að flest öll dýr trúi því að þörf sé aðeins það sem heldur manni lifandi en maðurinn hins vegar ekki.

Alveg síðan maðurinn byrjaði að þróast eitthvað almennilega hefur orðið til breyting á hugtakinu “þörf”. Ef við lítum á hellisbúann þá þurfti hann aðeins mat, skjól og maka (til að fjölga sér). Ef við lítum svo á víkingana þá þurftu þeir aðallega mat, skjól og maka en þeir höfðu líka smá þörf til að skemmta sér og eignast skartgripi svo eitthvað sé nefnt og ef við lítum svo á nútíma manninn þá þarf hann að eiga sjónvarp, húsnæði, geislaspilara, marga vini, maka (ekki í þeim tilgangi að fjölga sér) og margt fleira. En er það sem nútímamaðurinn þarf í alvöru þörf?

Sjálfur trúi ég því að við gætum skilgreynt þörf eftir Aristótelesi. Hann sagði að meðalhófið sé leiðin að lífshamingjuni. Við eigum ekki að þurfa allt en hins vegar verðum við að þurfa eitthvað. Ætli þörf sé ekki bara afstæð og hver og einn verður að ákveða hvað þörf er.
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…