Ég hef komist að því að lífið er ekkert annað en endalaus þjáning. Tökum sem dæmi að við sex ára aldur þarf maður að byrja að læra leiðinlega hluti í skóla og skyldunám varir í tíu ár. Það er ekki hægt að fá góða vinnu sé maður ómenntaður þannig að 99% íslendinga fara í framhaldsskóla, komin fjórtán ár. Sé skólinn menntaskóli þá er það eitt ekki nóg fyrir “almennilegri vinnu” þannig að 64& íslendinga fara í háskóla, 18 til 20 ár af námi komin. Þá hefst lífið fyrir alvöru. Reikningasúpan hangir yfir fólki sem gerir fátt annað en að vinna og sofa. Vextir á húsláninu og rétt hlutfall fjárfestinga í mat og rafmagn og svo eitthvað smáræði fyrir sjálfan sig. Oftar en ekki verður fólk einnig hátt kreditkortum og losnar aldrei úr þeirri skuldasúpu. Þegar fólk getur byrjað að slappa af frá vinnu er það orðið fjörgamalt og gerir sjaldnast annað en að heimsækja barnabörnin, sem þurfa að ganga í gegnum sömu rútínu, og spila bíngó. Svo tekur dauðinn við og hann er það eina sem fólk hefur til að hlakka til, svo ömurlegt er lífið. Ef maðurinn gerði lífið ekki svona flókið eins og hann gerir, þá liði okkur öllum betur. Hugsið ykkur bara manninn út í náttúrunni eins og hvert annað dýr!
Endilega gefið ykkar álit!