Ok…ég er búinn að vera að velta dálitlu fyrir mér…

Samkvæmt stóuspeki (í grófum dráttum) þá skorast maður ekki undan ábyrgð heldur tekur öllu með stóískri ró(að því er ég best veit). Segjum nú að ég flytji út í skóg vegna þess að ég vil ekki lifa í því þjóðfélagi sem ég fæddist inn í, gæti ég þá ekki verið sannur stóuspekingur? Það mætti segja að ég sé að skorast undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að lifa í nútímasamfélagi. En ef við hugsum það þannig að ég sé ekki að flýja undan því, heldur líki bara beinlínis illa við það þá get ég samt sem áður tekist á við lífið í skóginum með stóískri ró, ekki satt? (Í rauninni bara spurning um það hvað felst í því að vera stóuspekingur…)

G-Khan