Það hefur alloft verið skrifað nú þegar á þennan prýðisvef þegar einhver umræðan er kominn langt á stíg: Að það þýði ekkert að halda þessari tilteknu rökræðu áfram því enginn möguleiki sé á því að komast að einhverri ákveðinri niðurstöðu. Hvað er niðurstaða? jú, þegar fólk verður sammála, eða hvað. Er það kannski ekki bara þegar búið er að kryfja málið til mergjar og skrifa svo mikið að þankahríð verði logn. En hér hefur fólk alltaf eitthvað að skrifa og endar það því miður nánast alltaf í fáránlegum útúsnúningi og æsingi.

En ég er kominn útfyrir uprunalega efnið. Niðurstaða, já hvað finnst ykkur: Ættu rökræðurnar ekki frekar að snúast um æfingu í góðum röksemdafærslum með rólegu hugarfari en að streðast við að komast að einhverri niðurstöðu. Ég held líka að það hafi margsannað sig að ómögulegt er að fá fólk hér á huga til að skipta um skoðun á einhverju. Þetta tel ég vera, þrjósku, veraldarvefnum og egóisma á háu stigi, að kenna.

Að mínu mati ættum við hér á heimspeki að taka af skarið í þessu litla samfélagi og hætta að REYNA að komast að niðurstöðu, því þá komumst við kannski fyrst að niðurstöðu

Það gengur ekki að allir reyni að vera Sókratesar:)