ég veit ekki hvort þetta á frekar hér eða annarsstaðar en einhverstaðar verður vont að vera ;o)

Það er oft sem að dauði er tengdur við hið illa, t.d. er til gamalt blótsyrði ,,dauði og djöfull“ . svo var ég í íslensku í dag og fjallað var um e-ð ljóð og sagt að vök í ljóðinu hafi tákað dauðann og hið illa.

En í raun er dauðinn hlutlaus!

Afhverju tengjum við þá dauðan einhverju illu? það er til svo margt verra en Dauði, eins og pína -bæði andleg og líkamleg. Kannski tengist þessi dauði=vondur því að sumir trúa á helvíti, en ef helvíti er til þá hlýtur að vera til himnaríki ;o) persónulega trúi ég á hvorugt. Svo getur dauðinn verið óhugnalegur fyrir suma því það er endir, hann er óumdeilanlegur endir lífsins. En ég hef heyrt gamalt eða veikt fólk tala um dauðan eins og hann sé sjálfsagður hlutur og stundum jafnvel blessun. Hver vill lifa sem grænmeti tengt við lunga og hjartavél?

úbbs nú er ég komin inná líknardráp. persónulega finnst mér að það ætti að leifa líknardráp, með MJÖG hörðum reglu þó! það að manneskja sem lifir í kvölum og á sér einskis bata von en fær ekki að enda það á sem sársaukalausastan hátt finnst mér synd. Þessi persóna getur jú framið sjálfsmorð en það er ekki eins sársaukalítið og vera svæð(ur) og vakna aldrei aftur. og hvað með fjölskylduna segja sumir. Já hvað með fjölskylduna? þeim þykir líklega vænt um viðkomandi og sárt að missa hann/hana en eru þau að hugsa um sinn hag eða hennar/hans þegar þau mótmæla? Allavega ég ætlaði ekki að fara alveg á þessa braut ;o)

Svo er það annað, afhverju eru íslenskukennarar að ”kenna“ okkur að túlka ljóð? og gefa manni vitlaus fyrir að túlka ekki ljóðið á þann hátt sem þeir vilja. persónulega finnst mér ljóð eiga að vera túlkuð af hverjum og einum, sem dæmi finnst mér Slysaskot í Palestínu vera sorglegt ljóð og lýsa ákveðnu sjónarhorni á samfélagið en kærasti minn ser það sem stríðsljóð
*punktur* ;o) Vinkona mín var einmit í skapandi skrifum (að mig minnir að áfanginn heitir) og þar áttu þau að túlka ljóð en hún vildi túlka það öðruvísi en kennarinn því hún hefur annað sjónarhorn á heimin en hann, er þá hennar túlkun endilega vitlaus? bara afþví að einhver KENNARI segir að það eigi að túlka það öðruvísi. annað dæmi um hvernig fólk túlkar texta misjafnlega, lag e-ð lag með Ramstein sem ég man ekki hvað heitir, vinkona mín túlkaði það sem að e-r væri að ellta uppi ”bráð" (dyr/mannsekju)og virkilega þráði að ná henni og myrða hana, kennarinn vidi hinsvegar segja að þetta hafi bara verið maður á dádýraveiðum eða e-ð álíka… ég veit persónulega ekki hvað höfundur lagsins ætlaði að meina en mér finns vinkona mí´n hafa rétt fyrir sér, amk. fannst mér þeir vera að lýsa einhverju meira tilfinningaþrungnu en bara skotveiðahobby. (ég er samt enginn snillingur í þýsku svo…)

allavega, ég hef bullað nóg í bili ;o)

IceQueen