Hefur það aldrei komið fyrir ykkur að geta ekki sofnað afþví að þið eruð að hugsa svo mikið ?
Þetta kemur oft fyrir mig, ég er að reyna svo innilega mikið að hugsa um ekki neitt. Þegar að þannig á stendur ákveð ég að hugsa um .. já asnalegt en satt .. græna baun, en því miður eftir 5 mínútur er ég farin að spá í einhverju allt öðru og þarf að minna mig á að hugsa um þessa fjandans baun.

Ég á mín uppáhalds umhugsunarefni sem ég get spáð eindalaust mikið í, td. hvað er heimurinn stór, er hann hringlaga, er virkilega til eitthvað sem er endalaust? Hringavitleysan heldur áfram og áfram þangað til að ég gefst upp og fer framúr.

Svo er það annað sem ég er mikið að spá í ..
Hvernig hugsar fólk ?
Hugsar það í myndum eða orðum, og ef að td manneskja sem er blind frá fæðingu hugsar með myndum, hvaða myndir sér hún ?
Sama um manneskju sem hefur verið heyrnalaus frá fæðingu, ef að viðkomandi hugsar með orðum, hvað heyrir hann?

Mikið getur maður ruglað …
Hvað finnst ykkur? Er ég ein um að pæla svona mikið í einhverju sem maður fær aldrei svör við ?
———————————————–