Ég varð svo yfir mig hamingjusamur yfir þessu nýja áhugamáli að ég stóðst ekki mátið að skrifa eina stutta grein:

Það sem ég vil skrifa um er Lao-tzu sem er, að mínu mati, einn mesti lífsspekingur allra alda. Ritið hans Tao te ching (bókin um veginn) er leiðarvísir lífsins. En til að koma sér að efninu þá las ég einhversstaðar að maður ætti að snúa sér í átt að ljósinu svo skugginn falli fyrir aftan mann, já, hljómar vel. En ég hef alltaf hugsað það þannig að maður ætti að halda sig í myrkrinu svo það falli enginn skuggi af manni.

En hér vill fólk misskilja orðin, myrkur er ekki það sama og vont. Þegar ég loksins kynnstist Lao-tzu hjálpaði hann mér að sjá þetta betur. Skugginn eru vondar gerðir, ljósið er tálvonir, myrkrið er uppspretta alls (takið eftir því að þetta er mín túlkun ekki textinn í bókinn).

Bókin fjallar um ýmislegt og er útlistunin að ofan varla eitt af því. En málið er að það er mjög erfitt að skrifa um það. Því að til þess að þið skiljið þarf ég að „kenna án orða” kannski er betra að segja þetta svona: Orð mín eru fingur sem benda á tunglið, ef þú horfir á fingurna sérðu ekki tunglið.

Leyfðu öllu að renna í sinn farveg, það er ekki hægt að bæta heiminn. Meistarinn á ekkert svo hann getur ekki orðið allslaus. Hans freisting er freistingarleysi, hann lærir að læra ekki. Vinnur án erfiðis. Sá sem er góður að nota fólk, heldur sér niðri. Litir blinda okkur, hljóð deyfa heyrnina. Velgengni er jafn hættusöm og mistök. Gott fólk er kennarar hinna ógóðu og hinir ógóðu efni hinnar góðu. (þetta var svona það sem mér datt í hug úr bókinni)

Ef þú vilt skilja Lao-tzu þá verður þú að lesa bókina, hana er að finna í íslenskri þýðingu hér:
http://www.snerpa.is/net/ymisl/tao.htm
En ég mæli með enskri útgáfu eftir Stephen Mitchell, hún er aðgengilegust

Að lokum langar mér að sýna ykkur nokkrar línur sem ég skrifaði einhverntíman eftir að hafa lesið bókina:

1.

Kast á haf út heilagleika og visku
Og fólkið finnur hamingju
Kast á haf út siðferði og réttlæti
Og fólkið finnur rétta breytni
Kast á haf út iðnaði og gróða
Og fólkið losnar við þjófa

Bíð þar til gruggugt hafið hreinsast
Og lát svo straum þess bera þig hvert sem er…

2.

Far aftur og straumurinn tekur þig fram
Far í myrkrið og straumurinn ýtir þér í ljósið
Far í leðjuna og hreinlætið umlykur þig

Gefið það sem þér sækist eftir…

3.

Er þú sérð sanna visku
Sýnist hún heimskuleg
Er þú sérð sanna list
Sýnist hún fljótfærin

Ekki hugsa…

4.

Við erum ekki höfundar
Ljóðið skrifar ljóðið
Ástin elskar okkur
Aðskildu dansarann frá dansinum

Það er ekki hægt…