Ef ég borða einhvern hluta af mér sem var einu sinni lifandi, til dæmis húð, eða jafnvel eitthvað sem hefur farið af mér hvort sem það fer af mér viljandi eða í slysi, er það nokkuð slæmt? En ef ég rækta nokkrar frumur upp í hæfilegan skammt og bý mér máltíð úr því? En ef ég fæ leyfi hjá einhverjum til að sneiða aðeins af honum? En ef ég fæ leyfi ættingja til að “eiga” líkið af nýdauðum? En ef ég er eini ættinginn? En ef ég lifi af slys og þarf að drýgja matarbirgðirnar þar til hjálp kemur þ.e. næri mig á sjálfdauðu? En ef einhver þjáist mikið og vill deyja, má ég borða hann? En ef líffæri úr líffæragjafa kemst ekki á réttan stað í tæka tíð…? Og svo framvegis.

Ef mannakjöt bragðast eins og kjúklingur, bragðast kjúklingur þá ekki eins og mannakjöt? (Eddy Sacks. Hvernig sem maður skrifar nafnið)
%MYND coollogo_com.26794102.gif%