Hvað má kallast heimspekileg umræða? Er það heimspekileg umræða að ræða um heimspekilega umræðu? En þegar rætt er um heimspekinga, eða það sem heimspekingar hafa gert, eða sagt, eða lent í? Hvað með útþældar klisjur eða umræðu um (rétt mál væri“ræðu um” en fólk héldi mig líklega vera að tala um annars konar ræður.)hve klisjur eru nú þvældar? Er metingur á milli fólks um “bestu” heimspekingana eða hugmyndirnar heimspekileg umræða?

Eða er það heimspekileg umræða að ræða af speki um heiminn og allt sem í honum er? Hvað er þá þetta “að ræða af speki”? Falla spurningar í þann flokk? Eða lítið, ekkert eða illa rökstuddar fullyrðingar og staðhæfingar um staðreyndir? Hvað með gildisdóma, geta þeir talist til heimspekilegrar umræðu?

Eigum við kannski að halda okkur við þá níhílísku, útúrreyktu stefnu póstmódernismans að allt sé nú háð sjónarhorni hvers og eins? Eigum við að styðjast við hina freðnu möntru “Hakuna matata”?

Þetta er nokkuð póstmóderniskt tafs um skilgreiningar og slíkt, en ég er nú einu sinni skilgetið afkvæmi íslenskrar félagsmótunar.
%MYND coollogo_com.26794102.gif%