Hvernig kemmst fólk af því hver það er? Hvernig veit hinn “fallegi” að hann er slíkur? Hvernig veit hinn “ljóti” að hann sé óeftirtektarverður? Hvernig veit sá “skemmtilegi” að hann sé skemmtilegur, eða sá “leiðinlegi” að hann sé leiðinlegur? Hér ætla ég ekki að velta fyrir mér orsakum þessa, enda virðist þetta vera dæmigert skólabókadæmi um að ræða. Eg vil komast að niðurstöðu um annað. Ég ætla að beina hugsun minni af því hvernig fólk getur verið fallegt og skemmtilegt án þess að geta vitað það sjálft þó það, réttilega gruni það og með öfugum hætti ljótt og leiðinlegt fólk getur haldið hinu andstæða fram um sjálfan sig. Ég spyr; hvernig verður fallegt fólk meðvitað um þennan eiginleika sinn og öfugt og ljótt fólk meðvitað um hið sama? Nú er komið að þeirri spurningu sem allir hafa beðið eftir, sú spurning sem verður grunnur minnar greinar! Ef að falleg manneskja telur sig vera ljóta, hvernig er hægt að sannfæra hana um “villu sinnar vegar” og með sama móti hvernig getur maður er telur sig leiðinlegann en við skulum segja að flestir telji hann samt skemmtilegann, verið skemmtilegur ef hann getur ekki sannfært sjálfan sig um það? Ef ég fer í spor þessara leikmynda minna sem annarsvega er leiðinleg og hins vegar falleg, hvernig get ég þá sannfært þá um villu sinnar vegar? Hversvegna ættu viðfangsefni mín að trúa og treysta mér þegar ég og aðrir reyna að sannfæra þau um raunveruleg einkenni þeirra? Getur það verið að svo sé ekki hægt, heldur þurfi viðfangsefni mín að komast eða ekki komast að þeim “sannleika” sjálf? Hvernig getur fallegt og skemmtilegt fólkt verið það sem ætla mætti að væri augljóst án þess að finna fyrir þeirri tilfiningu sjálft? Ennfremur ef slíkt fallegt og skemmtilegt fólk telur sig ekki vera það sem þeim er sagt að þau séu, hvernig getur maður þá yfir höfuð vitað um það hver sé fallegur og hver skemmtilegur?