Þessa grein skrifaði ég fyrir heimspekitíma í skólanum…


Er líf okkar skrifað blað? Er eitthvað til sem heitir tilviljun? Ef allt er ákveðið af tilviljun eða kannski bara sumt, og restin er þá fyrirfram ákveðin….?

“Einu sinni sagði ég við vin minn: “er ekki til einhver svona takkaskipun sem maður gerir á lyklaborðið til að fá upp nafnið á síðunni sem ég er að skoða”.Um leið lamdi ég í lyklaborðið, svona rétt til að leggja áherslu á “takka”. Og haldiði ekki, hrökk ekki bara upp nafnið á síðunni.”

Ókei, þetta virðist hafa verið tilviljun, ekki satt. En ef maður myndi pæla í því þá er hægt að finna ýmsar ástæður fyrir því að það voru þessir takkar sem hann lamdi í t.d. í hvaða stöðu var lyklaborðið, í hvaða stöðu var hann sjálfur o.s.fr. og það væru auðvitað ástæður fyrir því í hvaða stöðu hann var og lyklaborðið o.s.fr. sem þurfa ekkert að tengjast þessum atburði. – Gæti auðvitað líka bara hafað verið tilviljun.

“Fyrir einhverjum fjölda ára bjó einhver maður til stól til að hafa við borðið sitt. Þetta hratt af stað atburðarrás sem, ásamt fleiru, varð til þess að um daginn dó Jón af því hann fékk stól í hausinn.”

Mætti ekki segja að það hafi semsagt verið ákveðið fyrir fjölda ára að Jón skyldi deyja útaf því að hann fékk stól í hausinn, eða jafnvel fyrr ef við drögum fram ástæðurnar sem leiddu að því að stóllinn var búinn til (maðurinn vildi setjast).

Við getum alltaf sagt “af hverju?” við einhverju sem gerist. Og, það sem meira er, þá er alltaf svar, þó svo að við vitum það ekki, þó svo að enginn í heiminum viti svarið þá er samt til rétt svar. Þess vegna er hægt að rekja atburðarrásina aftur alveg þangað til að komið er að upphafi heimsins. Þannig mætti segja að hvert einasta andartak í sögu heimsins hafi verið ákveðið við upphaf hans(eða kannski fyrr…??) og ekkert ráðist af tilviljun. Þá er framtíðin fyrirfram ákveðin og varla nokkuð til sem heitir frelsi. Eða hvað. Ræðst þetta kannski bara af tilviljun……??

Endilega segið hvað ykkur finnst.