Stríð, er það eitthvað sem er eða hefur verið nauðsynlegt í heiminum? Til er fólk sem heldur því fram að stríð sé ekki nauðsynlegt en svo er einnig fólk sem telur stríð vera nauðsynlegt. Þeir sem segja að stríð sé nauðsynlegt benda oft á að þetta sé mannlegt að fara í stríð og drepa hvern annan og er því náttúrulegt. Þessum rökum hafna einmitt þeir sem telja að stríð sé aldrei nauðsynlegt og segja að það sé einmitt ómannlegt að fara í stríð.

Hvaða mannlegu þættir rekar okkur þá í átt að stríði? Oft er talað um að stoltið sé eitt af þessum mannlegu þáttum og jafnvel lífsviljinn. Stoltið sér maður í öllu dýraríkinu, þegar dýr berjast þá vinnur nú yfirleitt annar þeirra og sá sem tapar verður litið hornauga í því samfélagi sem dýrið tilheyrir. Þetta á líka við um okkur, sá sem er laminn er oftar en ekki talinn minni maður í samfélaginu eins og einmitt hjá öðrum dýrategundum (aðalega spendýrum í þessu samhengi). Fólk notar einmitt þessa mannlegu þætti sem og aðra þætti eins og t.d. sjálfsvörn, öryggisleysi, landvinningar, góðvild, hatur, trúarástæður eða skilningsleysi sem gilda ástæðu til að fara í stríð.

Það fólk sem kýs að segja að stríð sé aldrei nauðsynlegt eru kallaðir friðasinnar (pacifist). Friðasinnar segja að það sé aldrei hægt að réttlæta stríð með neinum hætti og engar afsakanir eru teknar gildar. Þeir sem mæla oft gegn friðarsinnum er kallaðir raunsæismenn (realist) og segja að það er í lagi að fara í stríð. Raunsæismenn benda oft á rétt persónunar að verja sig gegn árásum og segja að einmitt það stangist á við friðasinna, að ef á þá er ráðist þá mega þeir ekki nota ofbeldi til að verja sig. Aftur á móti þá eru friðasinnar aðeins á móti stríðsrekrsti og ef flett er uppí orðabók hvað stríð er í raun og veru þá er stríð „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)”. Í þessari þýðingu er ekkert minnst á að einstaklingur megi ekki verja sig sé á hann ráðist og eru flestir friðasinnar þeirra skoðunar að manneskja megi grípa til ofbeldis til þess að verja sig.

Í stríðum hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í gegnum tíðina. Dæmi um miklar tækniframfarir í stríði var t.d. í seinni heimstyrjöldinni þegar Þjóðverjar hönnuðu fyrstu eldflaugina og þotuhreyfilinn. Hönnun eldflaugarinnar var fyrsta skref mannsins útí geim og þróun þotuhreyfilsins varð til þess að farðþegaflug eins og við þekkjum það í dag varð að veruleika. Er það vitað með vissu að ef ekki hefði verið fyrir seinni heimsyrjöldina að þá hefðum við aldrei stigið fæti á tunglið eða að við værum ennþá að sigla með skipum á milli heimsálfna? Þessari spurningu er engan veginn hægt að svara því að við vitum aldrei hvað hefði gerst hefði það ekki verið fyrir seinni heimsyrjöldina. Hefði þessi tækni ekki komið að lokum? Var það ekki bara tímaspurnsmál að þessi tækni kæmi til sögunnar? Ég tel að í stríði þá er svo mikið kapphlaup á milli andstæðinga að vera betur að vígi búinn og það er ástæða þess að framfarirnar í vísindum verða svona miklar á stríðstímum.

Fólk minnist oft á þennan þátt að miklar tækniframfarir verða í stríðum og segja að ef það hefði ekki verið fyrir stríð þá værum við mun styttra á veg komin í vísindum. Annað fólk segir einmitt andstæðuna við þessa fullyrðingu, að ef það hefði aldrei verið stríð þá væri heimurinn mun tæknivæddari en hann er í dag. Það er ómögulegt að segja til um hvort þessar tilgátur séu réttar en þó er hægt að ímynda sér hvernig heimurinn væri í dag hefði maðurinn ekki háð nein stríð á þeim tíma sem hann hefur verið uppi. Væri heimurinn betri eða verri, byggjum við í einhverskonar friðsælu bændasamfélagi eða værum farin að kanna önnur sólkerfi? Ég kýs að halda að við værum að skoða áður ókannaða staði utan okkar sólkerfis og gera aðra hluti sem við mannfólkið dreymir um í dag. Með þessu er ég að segja að við værum í raun betur sett í þeim heimi en í þessum heimi sem er í dag.
Er hægt að réttlæta stríð með þessum hætti, að fara í stríð og spara kannski 30 ár af einhverri tækni sem kæmi fyrr eða síðar? Er í lagi að drepa þúsundir ef ekki milljónir manna við að fara í stríð til að eiga þann kost að spara sér nokkur ár eða áratugi? Ef maður lítur á málið með þessum augum þá virðist þetta vera frekar órökrétt að fórna mannslífum á þennan hátt.

Þegar það verða átök milli hópa eða þjóða þá gefa þeir margar „gildar” ástæður til að réttlæta þessi átök. Ástæðurnar geta verið að einhver maður var myrtur, af trúarástæðum eða í sjálfsvörn. Byrjum á því að tala um þegar stolt er gefið sem næg ástæða til að fara í stríð. Í dag er mjög sjaldan notað þessa afsökun að andstæðingurinn væri að traðka á stoltinu okkar með einhverjum hætti og við verðum að fara í stríð af þeirri ástæðu. Þó svo að stoltið sé ekki notað sem næginleg góð ástæða í dag þá er stoltið samt sem áður til staðar hjá fólki í stríði. Oft þegar komið er að samningarborðinu þá kemur stoltið oft í veg fyrir að samningar náist því að fólk vill ekki gefa eftir. Þannig að það má segja að stoltið á það til að flækjast fyrir þegar kemur að því að koma í veg fyrir stríð. Stoltið er samt sem áður ekki slæmur hlutur til að lifa með, aðeins upp að ákveðnu marki.

Landvinningar eða gróði er annar hlutur sem notaður er sem afsökun til að fara í stríð. Þessi réttlæting er nánast aldrei notuð í dag, opinbert alla vega, heldur er oft notuð önnur réttlæting til að skyggja á raunverulega ástæðu stríðsins (þar kemur gróðinn inn). En er fólk í raun að græða eitthvað á þessu? Hvað með andstæðinginn, hann er væntanlega að tapa á þessu stríði því ekki geta báðir aðilar grætt á stríðinu. Er þá árásaðilinn ekki að segja að hann sé mikilvægari en andstæðingurinn því að fólk árásaðilans eiga gróðann betur skilið en fólk andstæðingsins? Kannski þarf árásaðilinn gróðan því að annars myndu fólkið deyja eða það myndi stefna í óefni í landinu ef ekki yrði neitt gert í málunum. Í þeim tilvikum þá verður fólk að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir stríð og leysa vandann með orðum en ekki vopnum.

Þegar stríð ber á góma í dag þá er það mjög vinsæl réttlæting að segja að þeir gera þetta af mannúðarástæðum. Þegar menn koma með þessa réttlætingu þá er yfirleitt til að koma einhverjum mönnum frá völdum. Fyrir venjulegan mann virðist þetta vera mjög gild ástæða að koma svona mönnum frá völdum og bjarga heilu landi frá harðstjórn. Ætli þessir menn sem koma með slíka ástæðu hafi reynt með öllum hugsanlegum ráðum að komast hjá stríði? Ég held ekki, því oft við þessar aðstæður þá eru svona stríð gott sýningarstríð til að sýna og segja ef þið gerið ekki eins og við segjum þá verðið þið næstir. Það má einnig vel vera að svona stríð séu notuð til hylja yfir hina raunverulegu ástæðu, til að græða eða að árásaaðilanum líki einfaldlega illa við andstæðinginn.

Fólk skýlir sé oft bakvið þá ástæðu að fara í stríð að hinn sé annarar trúar og eigi því ekki rétt á sér. Þetta er kannski öfgafengið dæmi að fólk eigi ekki rétt á sér því að flest trúarbrögð eru með það sem boðskap að virða trúarbrögð annara og að vera góður einstaklingur. Ég skil það þannig að vera góð manneskja þá á maður ekki að fara í stríð af neinni ástæðu því að það er illvirki að drepa. Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að því sé haldið fram að það sé rangt að drepa fólk í svona mörgum trúarbrögðum. Ein ástæða sem mér dettur í hug er að þegar einhver drepur einhvern þá líður honum illa. Það er ekki nóg með það að sá sem drap líður illa því að aðstaðendum fórnarlambsins líður einnig illa. Ég tel einmitt að náttúrlega ástand mannsins sé að líða vel. Ef okkar náttúrulega ástand er að líða vel er þá ekki ónáttúrulegt að líða illa? Það er auðvitað ekki alltaf þannig ef t.d. einhver nákominn okkur deyr eða eitthvað annað kemur uppá þá líður okkur illa, en það eru aðstæður sem við ráðum ekki við. Hvað þá með þær aðstæður sem við ráðum við? Ef við erum í einhverjum aðstæðum eins og við eigum þann kost að drepa einhvern í stíði og við drepum manninn, líður okkur þá ekki illa? Er það þá ekki rangt að drepa hvort annað því að það kemur okkur úr okkar náttúrulega ástandi að vera glöð?

Þjóðir skýla sér einnig oft á bakvið það að árásin var gerð í sjálfsvarnarskyni. Þjóðirnar segja þetta því að hefðu þeir ekki ráðist á þau hinn aðilann hefðu þeir ráðist á sig. Þegar fólk veit að eitthvað er að fara að gerast með vissu og það er slæmt, reynir fólk þá ekki að komast hjá þessum vandræðum sem það veit fyrir víst að muni gerast? Margir myndu nú eflaust gera það, en það er hængur á, við vitum aldrei hvað mannseskjan fyrir framan okkur ætlar að gera því að manneskjan er óútreiknanleg. Það veit enginn fyrir víst hvað hinn aðilinn myndi gera því að það gerðist aldrei. Af hverju eru þjóðirnar svona vissar um að það mun eitthvað gerast nema að þau verða fyrri til og gera innrás? Af hverju leysa þau ekki vandann með því að tala saman og komast að friðsamlegri niðurstöðu því það vill væntanlega enginn fara í stríð eða hvað?

Eru þjóðir heimsins kannski að þróa þessi vopn til að hræða aðrar þjóðir? Það má vel vera því að hver vill fara upp á móti sterkasta herveldi heims og eiga engan kost annan en að tapa? Það má þá segja að þeir sem hafa sterkasta herinn hafa í raun tök á öðrum þjóðum með því að sýna styrk sinn. Ef eitthvert lítið land er í ónáð hjá stóru herveldi þá er ekkert mál fyrir herveldið að kúga litla landið því að ef litla landið sýnir mótspyrnu þá verður ráðist á það. Svona stórt herveldi má nú ekki gefa neitt eftir þegar litlar þjóðir reyna að koma sínu fram. Segjum að ef svona stórt herveldi gæfi eftir gætu aðrar þjóðir nýtt sér það og reyna að fá sýnu fram. Ef það það gerist þá missir herveldið þetta grip á öðrum þjóðum. Hvernig væri það nú ef það væru nú engir herir í heiminum? Þá þyrfti engin að hafa áhyggjur af svona vandamálum því að ekkert land hefur svona „hræðsluvald” yfir öðrum þjóðum.

Hervald er ekki það eina sem hægt er að nota til að hræða þjóðir við það að gera ekki eins og þeim er sagt. Hægt er að beita viðskiptaþvingunum og bönnum og með því þá skaða þeir landið. Yfirleitt þá geta þessi öflugu herveldi einnig beitt þessari aðferð til að þvinga lönd til að gera eins og þeim er sagt. Svona viðskiptabönn geta farið illa með lönd til langs tíma rétt eins og að fara í stríð. Efnahagur landsins getur farið í rúst og hungur og fátækt blasir við í landinu. Fæstar þjóðir vilja svona örlög fyrir þegna sína og gera því eins og þeim er sagt. Þannig að þó svo að ekki sé notað hervald til að fá sínu fram þá geta viðskiptabönn verið enga að síður skæð.

Ef að við hugsum okkur núna hvað er það sem fáum að stríði loknu? Er það gróði, öruggari staður eða fátækt og hungur. Í lang flestum tilfellum er það fátækt og hungur (alla vega fyrir annan aðilann) sem getur svo leitt til annað stríðs.
Eftir fyrri heimstyrjöldina þá voru Þjóðverjar kúgaðir af bandamönnum þegar þeir skrifuðu undir Versalasamninginn. Þeir voru sakaðir um það að hafa haft upptökin af stríðinu og stríðið væri allt þeim að kenna. Fyrri heimstyrjöldin var auðvitað ekki Þjóðverjum að kenna, heldur öllu löndunum sem tóku þátt í styrjöldinni. Þetta varð til þess að það varð gífurleg fátækt og efnahagurinn fór í rúst í Þýskalandi. Nokkrum árum seinna komst Hitler til valda og þá batnaði efnahagurinn. Þjóðverjar voru náttúrulega allir í hefndarhug við þær þjóðir sem stóðu að Versalasamningnum og er það ein af ástæðum þess að seinni heimstyjöldin byrjaði.

Þetta er eitt dæmi um það að stríð kemur eftir stríð sem getur svo haldið áfram endalaust. Eins og í þessu dæmi þá voru Þjóðverjar kúgaðir af bandamönnum og við það þá varð gífurleg reiði meðal Þjóðverja í garð bandamanna eins og gefur að skilja. Hver vill vera kúgaður í mörg ár og niðurlægður, mjög líklega enginn. Ef að við virðum ekki óskir, skoðanir eða hvert annað þá mun heimurinn einkennast af reiði, vonleysi og öðrum slæmum hlutum.

Dæmi um það hvernig er hægt að binda enda á að fleiri styrjaldir brjótist út hver á fætur annari þá er hægt að gera einhverskonar viðskiptasamninga. Ef við tökum Evrópu aftur sem dæmi þá var Evrópusambandið stofnað eftir seinni heimstyjöldina. Bandamenn vildu auðvitað ekki gera sömu vitleysuna og þeir gerðu eftir fyrri heimstyjöldina þannig að í stað þess að kúga Þjóðverja þá hjálpuðu þeir þeim að endurbyggja landið. Þessi samningur verður til þess að engin stríð verða aftur innbyrðis Evrópu (alla vega í meirihluta Evrópu) því að þjóðrnar tapa svo gífurlega mikið á því.

Hvernig væri heimurinn ef það hefðu aldrei verið stríð í sögu mannkyns? Það eru til margskonar útfærslur af þessum draumórum að annaðhvort væri heimurinn verri, betri eða bara alveg eins og hann er í dag. Ég sé heiminn fyrir mér þannig að hann væri betri staður til að búa á. Það væri komið jafnvægi að dauðsföll og fæðingar þannig að það væri engin meiri fjölgun í heiminum. Við værum vellauðug því að ekki var hægt að eyða neinum pening í stríðstól í gegnum tíðina. Við værum langt á veg með það að komast til næsta sólkerfis og því mun tæknivæddari en við erum í dag. Hungur væri úr sögunni því eins og ég sagði þá værum við mun tæknivæddari og það væru engin stríð (hungur og fátækt eru oft afleiðingar stríðs). Hugsið ykkur allt fólkið sem hefur verið drepið í stríðum í gegnum aldirnar? Það er örruglega ekki hægt að koma með tölu yfir það fólk sem hefur fallið í stríðsátökum (bæði hermenn og óbreyttir borgarar). Ef við tökum þennan hóp sem hefur verið drepinn, hvað stór hluti af honum hefði geta orðið merkir vísindamenn, rithöfundar eða læknar? Það hefðu eflaust margir af þeim getað gert gagnlegri hluti en að drepa aðra eða verða drepnir. Þó svo að engir herir væru né stríð í heiminum þá þyrfti nú eflaust að vera einhverskonar varðsveit til að taka á ýmsum málum sem geta komið upp. Eins og ég sagði áðan þá er maðurinn óútreiknanlegur og því gætu ýmisleg mál komið upp. Þannig sé ég heiminn fyrir mér án stríðs, mun betri og friðsælli heim.

Í þeim heimi sem við búum í dag þá búum við við falskt öryggi. Við höldum að við séum örugg með öll þessi vopn í kringum okkur en svo er í raun ekki því þar sem vopn eru til staðar þá er einnig sú hætta að vopnið verði notað. Sé það notað þá getur það komið að stað vítahring þar sem drápum virðist ekki linna. Væri þá ekki best að losa sig við þessi vopn til að komast hjá þessari hættu? Það tel ég vera fyrst skrefið í átt að betri heim.

Fólk virðist ekki oft átta sig á hvað máttur orðanna getur verið gífurlega mikill, alla vega virðast þeir sem eiga í samningarviðræðum til að koma í veg fyrir stríð eða önnur átök ekki alltaf átta sig á því. Ef þeir segja að það sé ekki hægt að semja við einhvern þá hefur hann eða hún ekki reynt nóg, því að ef fólk vill eitthvað nógu mikið þá heppnast það. Við þurfum að sættast við hvort annað en ekki drepa eða meiða hvort annað, það er framtíðin.


Endilega látið skoðun ykkar í ljós og commentið greinina eins og þið viljið;)



Heimildir

Singer, Peter. 2001. Companion og Ethics. War and peace bls 384-395

Maloy, Kate. 2004. A Pacifist Dictonary. Vefslóð: http://www.nonviolence.org/issues/pacifist_dictionary.p hp

Wikipedia. 2004. Pacifism. Vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Pacifist
Ekkert sniðugt hér