Heilir og sælir verið þið.

Ég veit að ef til vill finnst ykkur þessi spurning ekki eiga heima hérna, en ég tel hana ná yfir heimspeki. Ég vil eingungis fá ykkar skoðun á ákveðnum þætti í framþróun mannsins. Hef ég tekið eftir umræðum hér um framtíð mannsins, þá aðalega hvar við verðum stödd eftir X mörg ár og eitthvað í þeim dúr. Margir hræðast tæknina og skil ég það vel þrátt fyrir að ég hræðist hana ekki. Fólk sem hræðist nýjustu tækni og fréttir af nýjum tækniundrum er fólk sem skilur hana ekki og getur því ekki mótað sér skoðun á henni, og það er einfaldlega þannig að við höfum alltaf verið hrædd við það sem við skiljum ekki og þótt við skiljum ekki eitthvað getum við oftast mótað okkar eigin skoðun og skilning á hinu óþekkta. Þegar það tekst ekki verðum við hrædd og fyllumst tómleikatilfinningu sem svipar til þess þegar maður hugsar um af hverju eitthvað sé til og hvernig eitthvað varð úr engu, svo vitanlega hvernig getur ekkert verið til, úff. Það er náttúrulega náttúrulegt hjá manninum að vera hræddur við komandi tíð, af því að maðurinn er með sterka sjálfbjörgunarhvöt. Helst vill maður vita allt sem gæti hugsanlega gerst og hvað maður getur gert þegar þetta eitthvað gerist. Mér þykir margir trúa um og of á mannkynið eða of lítið á það. Það er hugsanlegt að fyrir okkar tíma hafi hér verið vitmunaverur sem ég tel þó ekki vera gott nafn á framfarasinnaðar lífverur sem hugsa eingungis um það eitt að eignast sem mest og að hafa sem sterkust tök á öllu sem taki má koma á. Það gæti verið að þegar allt er komið í þrot hjá manninum eða einhverjar stórkostlegar hamfarir myndu dynja á hér á jörðinni, þá gæti verið að þær mannverur sem myndu lifa eftir myndu byggja upp nýtt samfélag og að með tímanum(á nokkur þúsund árum) myndi allt fara á sama veg en einnig gæti verið að það myndi þróast allt öðruvísi samfélag. Hvernig samfélag? Ég veit það ekki en hugsanlega samfélag manna sem myndu virða náttúruna og lifa með henni. Hugsanlega samfélag manna sem myndi ekki telja þörf á því að rannsaka allt og að komast að leyndardómum alheimsins. Ég myndi þrá samfélag sem dettur ekki í hug að deyða hvorn annan fyrir landsvæði, en það hefur maðurinn gert frá upphafi síns tíma þrátt fyrir það að nægilegt pláss hafi verið allt í kringum hann. Mér finnst maðurinn hafa þróast í vitlausa átt, en af hverju? Það er hugsanlegt að við höfum aldrei átt heima í lífkerfi jarðarinnar. Náttúran nærist ekki á okkur og við berjumst við að reyna að halda henni í skefjum. Ofsaveður, hækkandi sjór og stórundarlegar veðurbreytingar gætu verið vörn jarðarinnar við óboðnum gest sem aldrei átti að lenda hér á jörðinni. Þá kemur upp sú spurning hvort að fyrsta lífvera jarðarinnar hafi komið með loftsteini. En það má segja að gróðurhúsaáhrifin sem hjálpa ekki til séu dropinn sem fyllti mælinn, ég veit ekki og mun aldrei nokkurn tíman vita það. En ég veit að þetta er kannski samhengislaust og illa skrifað enda er ég ekki vanur að skrifa greinar. Það sem ég ritaði hér að ofan er svona til að veita ykkur innsýn inn í mína sýn og pælingu, það gerir ykkur vonandi auðveldara fyrir að svara spurningu minni sem hljóðar svona. Teljið þið að hugsanlega gæti verið að þróun mannsins sé hringrás og að við séum byrjunin á hringrásinni, eigum við mannkynið ef til vill eftir að fara aftur og aftur á byrjunareit? Það er að segja á kannski allt eftir að endurtaka sig sem hefur gerst og er ef til vill von að rjúfa þróunina eða skipta henni í mismunandi áttir án þess að hafa áhrif á hringrásina?