Nokkru eftir að hafa lesið kork nokkurn þar sem deilt var um hvort það væri siðfræðilega rétt að rækta fósturvísa til rannsókna, dróg ég dæmið aðeins lengra í huga mér.

Nú er tækninni auðvitað að fleygja fram í læknavísindum sem og á öllum öðrum sviðum vísinda. Og spáð er fyrir því að við getum farið að ræktað frá grunni öll þau flóknustu líffæri sem líkami okkar er búinn, utan við heilann vitanlega.
Það ætti flestum að finnast í lagi þar sem líffæri eru auðvitað ekki menn með meðvitund. En við skulum aðeins leiða hugann að (fjarri?) framtíðinni, þá verður líklega tæknin orðin gríðarlega þróuð ef við erum ekki búin að eyða allri siðmenningunni með stríði. Ég sé ekki betur en ef við getum farið að þróa heilu líffærakerfin að við gætum á endanum ræktað heilu líkamana.
Þá gæti gamalt fólk eða alvarlega veikt fólk sem er t.d. með krabbamein einfaldlega skipt um líkama. Heilinn væri einfaldlega fjarlægður úr fyrri líkamanum og með þróaðari tækninni væri mönnum kleift að tengja mænu, æðar og allt tilheyrandi við heilann og ‘kveikja’ á líkamanum.

Ætli ég sé ekki bara að hugsa hvar þetta endi allt saman, við eigum líklega eftir að finna einhverjar leiðir til að lengja líf okkar til muna. T.d. nanótölvur sem synda um í líkama manns, gera við skemmdar frumur og koma í veg fyrir alls kyns kvilla.

Eru mennirnir virkilega svona sérstakir ?
Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það sem ég er að gera nákvæmlega núna er í sjálfu sér gríðarlega undarlegur hlutur í samhengi við allt annað í náttúrunni (skrifa þessa grein).
Getum við flokkast til venjulegra lífvera þegar við förum að troða inn í okkur tækjum og tólum til að auka afköst okkar og svíkja lögmál með því að lifa að eilífu?

Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessa grein, mig langar bara að heyra skoðanir ykkar um ‘manninn’.
Mig langar líka að benda á það hversu í raun ótrúlegt mér finnst að maðurinn sé til, ég á við, bara það að við getum hugsað svona öflugt er einn hlutur en það að hugsa ‘heimspekilega’ sem er að mínu mati okkar háþróaðasta geta er bara út í hött miðað við það að við komum af einvherskonar gerlum.
Stranger things have happened