Hér ætla ég að skrifa aðeins um ýmislegt sem að ég hef verið að hugsa um að undanförnu.
Oft hefur verið talað um Útópíur. Margir átta sig á að þetta er ekki hægt. En hvað er útópía?
Útópía er samkvæmt mínum skilningi staður þar sem að allir meðlimir samfélagsins vinna sína vinnu, og hver og einn er ánægður með sitt hlutskipti. Þar er ekki skortur á neinu, og sjúkdómar Þar búa allir í sátt við guð og menn, og allir eru jafningjar, sama hvert starf þeirra er.
En afhverju er þetta ekki hægt? Jú, því að okkar tegund er gráðug. Við mennirnir, og þá sérstaklega Vesturlandabúar köllum okkur siðmenntaða, frjálsa, gáfaða og máttuga. Kannski erum við eitthvað af þessu, en alls ekki allt.
Hvað er siðmenntun?
Siðmenntun er það að kunna kurteisi, nægjusemi og virðingu. En er fólk kurteist? Ef að við lítum á umferðina er fólk ekki kurteist (oft, stundum en alls ekki alltaf). Menn keyra og hirða lítið um aðra sem að afar sjaldgæfir. Þar eru lífslíkur mikið meiri en þekkist í heiminum. eru að reyna komast á sinn áfangastað. Auðvitað er mikið af fólki sem að er varkárt og kurteist í umferðinni, en það er minnihluti.
Nægjusemi er það að taka aðeins það sem að maður þarfnast, án þess að skaða aðra. Við vitum öll, að við erum í raun ekki nægjusöm. Þurfum við tölvur, sem eru 2. gígariða, með þvílíku skjákorti, hljóðkerfi og öllum græjum? Nei. Ef að maður hugsar um það, er það algjör óþarfi. Auðvitað segjast einhverjir spila leikina sína í þessu, ég geri það sjálfur. En maður þarf þess ekki.
En maður sér líka verri dæmi, sem dæmi fjársvik, innbrot og rán. Þetta eru allt dæmi um óhófsemi og glæpi.
Frelsi. Hvað er það? Er það að geta ráðið lífi sínu? Já, er það ekki? En erum við frjáls? Erum við ekki uppá samfélagið komið? Þurfum við ekki pening, til að kaupa nauðsynjavörur? Hvernig fáum við pening? Jú, með því að vinna. En er vinnan ekki einskonar þrældómur? Við þurfum að vinna, annars getum við ekki lifað. Auðvitað eru þó þeir sem geta ekki unnið, vegna þess að þeir eru öryrkjar, en það er annar málaflokkur.
Vinnan, samfélagið heldur okkur í greipum sér. Við erum föst, og nauðbeydd til að hlýða því. Er frelsi því til? Er það ekki bara hylling sem að sköpuð er af þeim sem að þráir að losna undan oki sínu?
Máttur. Máttur okkar Vesturlandabúa felst örugglega í tæknilegu forskoti okkar á aðrar þjóðir heims. En er það í raun styrkur okkar? Er styrkur það að geta eytt jörðinni? Er styrkur það að geta kúgað þá sem að minna mega sín? Ég er ekki viss hvað styrkur eða máttur er. Það er engin ein skýring á því. Sumar skýringar eru jákvæðar, og sumar neikvæðar.
Ég held að ekkert samfélag, hvort sem að það er á Íslandi, í Kína, Rússlandi, Saudi-Arabíu eða Bandaríkjunum muni nokkurn tíma ná að búa til Útópíu. Útópía er er ekki möguleg hjá mönnum. Kannski er til einhverstaðar samfélag sem að samanstendur af greindum verum, sem að er Útópía. En það samfélag getur ekki verið byggt af mönnum.
En þetta eru nokkrar hugrenningar mínar, segið mér ykkar álit.
Kv. xDarkLordx