Ég ætla ekki að staðhæfa hér að við lifum í forriti. Sé tekið mið af möguleikum tækninnar, þá er það vel hugsanlegur möguleiki. En það er líka margt annað sem er hugsanlegt en er ekki rétt. Ég ætla hins vegar að leika mér að hugmyndinni um að grunneingar heimsins eru upplýsingar, þ.e. orð en hvorki efni né orka.

Með frægri jöfnu, e=mc^2 sýnir Albert fram á að efni er í raun bara orka á sérstöku formi. Atóm efnisins er í raun orkuagnir. Þessar orkuagnir raðast saman eftir ákveðinni reglu og það er reglan sem skilgreinir ásýnd hennar og áþreifanleika. Ef við rifjum aðeins upp lotukerfið þá eru það fjöldi rafeinda og rafhvela um kjarna efnisins sem segir til um hverrar gerðar efnið er. Þetta kemur best fram í kjarnasamruna eða kjarnaklofnun. Þegar t.d. vetnissameind rennur saman við aðra vetnissameind verður til nýtt frumefni, hellíum, þ.e. sameind með nýrri skipan rafhvela og rafeinda um kjarnan.

Það er mjög einfalt að þýða þetta yfir á tungutak tölvunar- og upplýsingafræði. Ég nenni ekki að gera það hér, dugir að segja að orkuagnir eru einskonar bitar, sem má setja í bæti, bæti í streng og strengir í orð. Enda er það svo að efnafræðingar nútímans starfa mjög svipað og forritarar. Svokölluð gerviefni er í raun forrituð, það er skrifaður út efnakóði sem á að gera ákveðna hluti. Þessi efnakóði er síðan uppfærður á “vélbúnaðinn”, þ.e. efnið.

Í næstu framtíð er ekki ólíklegt að okkur hafi tekist að ná enn betri tökum á forritun náttúrunnar. Það má líka fullyrða að ef þessi kenning er að einhverju marki rétt þá eru fyrirbæri eins og tími og rúm engin fyrirstaða í ferðum okkar um alheiminn. Við ættum að geta ferðast til hvaða staðar sem er í tímarúminu með því að láta vitund okkar líkamnast hvar sem í tímarúminu. Það er kannski réttara að segja að tæknilega séð getum við sótt upplýsingar hvert sem er í tímarúminu og birt.

Það sem er kannski merkilegast við þessa nýju heimsmynd, er að hún rennir stoðum undir heimsmynd ýmissa trúarbragða að í upphafi verið orðið.

M.