Ég er svolítill spekúlant, ég er alltaf að pæla í hinum ýmsu hlutum og núna í dag var ég pæla svolítið í örlögum, óskhyggju og trú.
Ég er trúaður, ég trúi á eitthvað meira en mennina en mér finnst hæpið að það sé til einhver gaur sem a bjó til heiminn og getur veifað fingri til að breyta öllu.
Ég hef tekið eftir því að t.d. þegar fólk spilar 21 (blackjack) eða eittvað slíkt er algengt að fólki biðji Guð um að hjálpa sér til að fá spilið sem það vantar og ég hef sjálfur gert það en spurningin er sú er eitthvert vit í þessu. Ef að Guð ákveður að hjálpa mér og láta mig fá spilið sem ég er að biðja um er hann þá ekki að breyta öllu mínu lífi frá þessum punkti því að ef hann hefði ekki látið mig fá spilið þá hefði ég hagað mér öðruvísi í framhaldi þess og líklega stuttu síðar beygt til vinstri í stað hægri eða gert eitthvað svipað. Myndi þá sú ákvörðun að hann myndi láta spilið eftir mér kannski leiða til þess að ég myndi deyja tvítugur en ekki um áttrætt? Hví ætti Guð þá að láta spilið eftir mér? ekki vill hann að sín heittelskuðu börn deyji ung? En staðreyndin er sú að fullt af börnum deyja ung af hverju ætti hann þá að vera ósáttur við þó að einhver unglingur á Íslandi deyji allt í einu. Ef að báðir aðilar í spili tveggja biðja þá getur hann ekki gert báðum til geðs ef hann gerir þá einhverjum til geðs. Ef að Guð vill að fólki heimsins líði vel þá finnst mér hann ekki vera að standa sig vel allavega ekki miðað við allar þær þjáningar sem eru í heiminum.

Og svo er líka spurningin er þessi Guð almáttugur? Guð og steininn er fræg afsönnun þess: Ef að Guð er almáttugur þá ætti hann að geta búið til stein sem jafnvel hann getur ekki lyft en ef hann getur ekki lyft steininum er hann ekki almáttugur og ef hann getur ekki búið til steininn þá er hann ekki almáttugur heldur. Hinsvegar má alveg hugsa sér að það að vera almáttugur sé innann marka rökfræðinnar að þú getir ekki gert neitt sem er andstætt lögum rökfræðinnar.
Annað er ég að hafa áhrif á t.d. Steven Spielberg þegar ég segi halló í staðinn fyrir hæ, þá hagar sú persóna sem ég heilsaði sér öðruvísi og segir eitthvað annað en annars við einhvern annan og svo koll af kolli þangað til þessi keðja kemst til Spielbergs.

En þetta var smá útúrdúr en það sem ég vildi aðallega tala um hér er í raun stærðfræðii. Er lífið þannig að allt er raun byggt á rökfræði og tölfræði? Það að ég fæ þetta spil en ekki hitt er fullkomlega rökrétt vegna þess að Jón í Breiðholtinu fékk andstæðuna við mitt spil í gær. Jafnast þetta alltaf út með tímanum? Koma öll spilin 52 upp jafnoft? Eru ég og mín ætt bara fullkomlega rökrétt vegna þess að allar ættir sem til hafa verið þurfa einmitt mína ætt til að rétta meðaltalið haldist rétt? En það passar ekki vegna genanna, ættin mín er til vegna gena en eru einmitt þessi gen til vegna þess að það þarf þessi gen til að rétta meðaltalið haldist? Albert Einstein sagði minnir mig að ein mesta gáta vísindanna væri sú af hverju það mætti lýsa heiminum með stærðfræði (er það vegna þess að við erum inn í tölvuforriti hehe). Eru þetta mögulega þessi örlög sem er talað um, það eru engin örlög en lífið þitt er þegar planað vegna þess að það eiga alltaf að vera rétt hlutföll á milli hlutanna. Þú gerir hreinlega aðeins það sem þú þarft að gera til að réttu meðaltölin haldist. Vegna þess að heimurinn hefur orðið eins og hann er þá átt þú vegna þeirra atburða sem hafa hent þig og vegna genanna þinna að hegða þér svona, þegar þú segist ætla að svindla á örlögunum með því að ganga til hægri en ekki vinsrti ertu ekki að svindla á örlögunum vegna þess að samkvæmt atburðunum sem hafa hent þig og genunum þínum áttirðu að “svindla” á örlögunum.

Er hægt að svara þessum spurningum? Er þetta kannski bara bull sem ég er að segja? Ég veit það ekki en djöfulli er það stundum böggandi að skilja ekki allt en er það ekki einmitt .það sem hefur drifið okkur áfram í leit að svörum?

wasted