Orsakasambönd eru helvíti skrítin fyrirbæri. Alltaf er eitthvað óhugsandi að
gerast við mig. Alltaf! Byrjaði sekúnduna sem ég fæddist. Ég fæddist 2
mánuðum fyrir tímann og það var 1987. Ég átti að deyja, ég var fárveikur.
Ég átti að deyja. Líkur mínar a lifa af var minna en prósent. En ég lifði.
Þetta hefur gerst fyrir mig ótrúlega oft. Ekki endilega að deyja en eitthvað
gerist sem er ótrúlegt og eitthvað ótrúlegt kemur mér úr því eða eitthvað
þannig. Ég vona að aðrir hafi lent í þessu líka. Hvernig er hægt að
skilgreina svona hluti.


1) Orsakasamband Dauðans! Gerist út af því líkurnar sögðu svo. Út af
helling af öðrum fyrirburum sem dóu. Það var bara tími fyrir eitt að lifa af.
Þetta er um allt allstaðar.

2) Hið óútskýranlega? Af hverju, enginn veit. Hvernig, enginn veit. Svo
það eina sem einn getur er að steinhalda kjafti.

Hvað er svona heimspekilegt við þetta? Ja sem eitt þá er spurninginn um
orsakasambönd sem ég hef sannað vera vitlaus. Hvað þá? Skilgreining
okkar er ekki að skilgreina ástæðuna. Okkar gamla góða skilgreining.
Afstæðiskenningar dauðans láta mann efa okkar skilgreiningu. Svo stóra
spurningin er.

Hvað er skilgreining? Hvernig skilgreinir maður sína eigin skilgreiningu?
Gallinn er ótrúlega áberandi en þar sem heimurinn er of vanur sínum eigin
skilgreiningi hugsanlega því það er það eina sem hann þekkir þá taka fáir
eftir því.

Hvað er skilgreinin? Þínum eigin orðum.